Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 49
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 49
GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR,
eigandi og framkvæmdastjóri Stálskipa.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Að fresta öllum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru ásamt öllu
viðhaldi sem hægt er að fresta.
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Ekki eru möguleikar á að hagræða meira en nú þegar hefur verið
gert.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt
fyrirtæki?
Nei, enda hafa núverandi stjórnvöld aðeins aukið á öryggisleysi
innan þeirrar greinar sem fyrirtækið starfar í.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að
reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Ekki er æskilegt að ríki eða bankar reki einkafyrirtæki en ef svo er
þá í sem skemmstan tíma og vonandi lenda sem fæst fyrirtæki í
þeirri stöðu.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Að komið verði á stöðugleika bæði hvað varðar gjaldmiðil okkar og
vaxtastig í landinu en fyrst og fremst að auka aðhald í opinberum
rekstri.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Heilbrigð skynsemi og heiðarleiki.
Framtíðin í sex orðum?
Erfitt og ögrandi viðfangsefni til úrlausnar fyrir íslenska þjóð.
Guðrún situr í stjórnum LÍÚ og Stálskipa ehf. auk þess að vera í
stjórn Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar þar sem hún er reyndar
formaður.
sjávarútvegur
Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi ísfélags vestmannaeyja.
Guðrún Lárusdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri stálskipa.
Rakel Olsen, stjórnarformaður agustson í stykkishólmi.
Laufey Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri toppfisks.
Rakel Olsen,
stjórnarformaður Agustson
í Stykkishólmi.
Guðbjörg Matthíasdóttir,
eigandi Ísfélags
Vestmannaeyja.
Laufey Eyjólfsdóttir,
framkvæmdastjóri
Toppfisks.
flug
Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri landhelgisgæslunnar.