Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 53

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 53
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 53 INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, formaður Félags fasteignasala. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni? Í hvaða úrbótum er það að vinna? Samdráttur hefur verið mikill í fast- eignasölu frá því að fjármálakreppan hófst. Nú er svo komið að ég hef neyðst til að fækka starfsfólki. Aukið atvinnuleysi þýðir auðvitað meiri samdrátt á öllum sviðum þjóðfélagsins. Úrbætur eru ekki á mínu færi varðandi fasteignamarkaðinn. Ég held fyrirtækinu gangandi í þeirri trú að fast- eignasala glæðist að nýju. Hefur eitthvað jákvætt komið út úr nið- ursveiflunni fyrir þitt fyrirtæki? Því miður svara ég þessu neitandi. Nið- ursveiflan hefur komið mjög illa niður á fasteignasölum, fasteignaeigendum, bygg- ingaverktökum, iðnaðarmönnum, svo og öllum þeim sem hafa snertiflöt við mína starfsgrein. Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir? Það er ekki gott að svara því, staða bank- anna er ennþá óljós og framtíð þeirra óskrifað blað. Hins vegar tel ég að fara eigi að einkavæðingu ríkisfyrirtækja með öðrum hætti en gert var. Eignarhald þarf að vera dreift og skapa þarf réttláta umgjörð við þá framkvæmd svo víðtæk sátt ríki um framtíðarskipan einkavæð- ingar. Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við? Vaxtalækkun er algert skilyrði. Vaxtaokur, verðtrygging og óstöðugt gengi íslensku krónunnar er að sliga atvinnulífið ásamt þungum álögum ríkisins. Það þarf að styðja við atvinnuvegina og opna leiðir til þess að rétta megi stöðu atvinnulífsins, meðal annars með því að nýta þá fjármuni sem til eru hér innanlands og á ég þar sér- staklega við lífeyrissjóðina sem eru í eigu landsmanna. Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun? Samvinna og heiðarleiki eru þau gildi sem ég hef haft að leiðarljósi ásamt því að treysta mínu starfsfólki til þess að inna störf sín af hendi í þágu kaupenda og selj- enda. Hins vegar ber ég sem löggiltur fast- eignasali að sjálfsögðu alla faglega ábyrgð samkvæmt lögum og siðareglum sem um fasteignaviðskipti gilda. Framtíðin í sex orðum? Ísland og Íslendingar rísa upp aftur. Ingibjörg er eigandi og framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Híbýlis ehf. Hún situr í prófnefnd til löggildingar um fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasölu. Þá er hún formaður KR-kvenna. FASTEIGNASALA  Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. BÓKAÚTGÁFA  Hildur Hermóðsdóttir, eigandi Sölku. Hildur Hermóðsdóttir, eigandi Sölku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.