Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 55
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 55
Margrét Pétursdóttir,
endurskoðandi hjá
Ernst & Young.
Auður Þórisdóttir,
framkvæmdastjóri endur-
skoðunarsviðs KPMG.
Sigrún
Guðmundsdóttir,
endurskoðandi hjá
Pricewaterhouse-
Coopers.
MARGRET G. FLÓVENZ,
endurskoðandi og einn af eigendum KPMG.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Hlutverk endurskoðandans er sem fyrr að staðfesta fjárhagsup-
plýsingar en nálgunin verður hins vegar svolítið önnur þegar um er
að ræða viðskiptavini í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Inn á við
leitumst við við að dreifa verkefnum sem best og jafna álag á milli
starfsmanna.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt
fyrirtæki?
Í öllum hindrunum eru jafnframt tækifæri, það á margt jákvætt
eftir að koma í ljós hvort sem er í mínu fyrirtæki, hjá stétt endur-
skoðenda eða í samfélaginu í heild.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka
einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Sá tími ætti að vera sem stystur en þó ekki á kostnað vandaðra
vinnubragða, jafnræðis og gagnsæis.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Það er ekki til nein ein lausn, það þarf að nálgast verkefnið
úr mörgum áttum samtímis og huga bæði að stóru og smáu.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Að hlusta og að veita vandaða og tímanlega endurgjöf.
Framtíðin í sex orðum?
Kraftmikið, opið og heiðarlegt samfélag þar sem konur hafa miklu
meiri völd en hingað til.
Margrét er formaður Félags löggiltra endurskoðenda.