Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 62

Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 Á H r i F a M E s t a r Á n o r ð u r L ö n D u M Það er sagt að Hanni Toosbuy Kasparzak hafi aðeins einu sinni veitt viðtal opinber- lega. Það fjallaði um hesta. Hanni er ríkasta kona Danmerkur en hún er huldukona, með sambönd á æðstu stöðum. Auð sinn erfði hún með skóm föður síns. Hanni Toosbuy Kasparzak er ríkasta kona Danmerkur. Það er sagt að auður hennar nemi 14 milljörðum danskra króna eða yfir 300 milljörðum íslenskra. Og þetta hefur hún erft eftir Karl Toosbuy, föður sinn. Sá byrjaði að búa til skó í smábænum Bredebro á Suður-Jótlandi árið 1963. Þetta voru öðruvísi skór en aðrir skór, svokallaðir fótlagaskór. Hugmyndin var að skórinn passaði á fótinn en ekki öfugt og Karl kallaði skóna sína Ecco. Núna er Ecco alþjóðlegt stórfyrirtæki. Ecco-skórnir eru dæmigerðir fyrir mörg norræn iðnaðarævintýri: Lítt menntaður maður fær snjalla hugmynd og gerir það sem engum hefur dottið í hug áður. Svona urðu IKEA og Lego líka til. Leyndardómsfull kona Hanni var einkabarn foreldra sinna og hún erfði fyrirtækið þegar faðir hennar lést árið 2004. Að þessu leyti er hún dæmigerð fyrir margar „ríkustu konur“ að auðurinn er arfur frá föður. En það er ekki öll sagan þegar Hanni á í hlut. Hún er líka slyng kona í viðskiptum og er æðsti stjórnandi í sínu fyr- irtæki. Og hún situr í stjórnum bæði banka og eignarhaldsfélaga þar sem fjallað er um peninga. En hún talar aldrei um peninga á almannafæri. Hanni er fædd árið 1957 og er nú titluð eigandi og stjórnarformaður Ecco og dótt- urfélaga þess. Framkvæmdastjórinn er Dieter Kasparzak, eiginmaður Hanni. Hann er Þjóðverji sem upphaflega kom til Ecco sem lærlingur í skóhönnun og fékk að lokum prinsessuna og hálft konungsríkið. Hönnun hefur alltaf verið aðalmerki Ecco og enn er hönnunardeildin miðpunktur fyrirtækisins. Núna á Ecco um 3000 skóbúðir um allan heim. Fyrirtækið er með framleiðslu í mörgum löndum en höfuðstöðvarnar eru enn heima í Bredebro. Hjá Ecco starfa um 12 þúsund manns við að búa til um 14 milljón skópör á ári. Hestar og prinsessur Hanni hefur sambönd víða. Mesta athygli vekur að hún er í vinahópi konungsfjöl- skyldunnar og einkavinkona Benediktu, systur Margrétar drottningar. Og þær eiga sameiginlegt áhugamál: hesta. Það er þess vegna sem Hanni talar opinberlega ekki um annað en hesta. Fjölskyldan býr enn á Suður-Jótlandi og umgengst ekki annað ríkt fólk í landinu – nema það eigi hesta. Hanni hefur lagt fé í að kynna hestamennsku fyrir unglingum og hún er helsta stoð ólympíuliðs Dana í hesta- mennsku. Það hefur að vísu ekki gengið alveg gagnrýnilaust fyrir sig því Anna, dóttir hennar og Dieters, er í landsliðinu og mun væntanlega keppa á næstu ólympíuleikum. Illar tungur segja að móðirin hafi keypt sæti fyrir dótturina í liðinu. Aðrir segja að það væri mjög fjarri skapferli Hanni að mis- nota auð sinn fjölskyldunni til framdráttar. Hjá Hanni fær enginn neitt ókeypis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Anna litla dóttir hennar keppir á leikunum. Hanni toosbuy Kasparzak er ríkasta kona Danmerkur: Erfði skó föður síns „Fjölskyldan býr enn á suður-jótlandi og umgengst ekki annað ríkt fólk í landinu – nema það eigi hesta.“ Hanni Toosbuy Kasparzak er ríkasta kona Danmerkur en talar aldrei um peninga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.