Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
K
Y
N
N
IN
G
ELM er í eigu Ernu Steinu Guðmundsdóttur, Lísbetar Sveinsdóttur,
Matthildar Halldórsdóttur og
Auðar Kapital. Markmið fyr-
irtækisins er að hanna föt fyrir
konur á öllum aldri; tíma- og
aldurslausan fatnað, eins og
góðri hönnun sæmir.
Hver er markhópur ykkar?
„Það má segja að fatnaður ELM
sé fyrir hina sjálfstæðu konu.
Við teljum að okkur hafi tekist
að hanna fatnað með það fyrir
augum og viljum gjarnan selja
hann í verslanir um allan heim
ásamt því að bjóða upp á hann í
okkar eigin verslunum, sem við
hyggjumst opna.“
Hvað er helst á döfinni hjá
ELM um þessar mundir?
„Þessa stundina vinnum við
að því að klára prótótýpugerð
fyrir sumarlínunna 2010 – sem
verður sýnd á fimm sýningum;
í Belgíu, Amsterdam, New
York, París og Los Angeles. Að
sjálfsögðu verðum við einnig í
London „showroom“-inu. Það
verður því mjög mikið að gera
í haust, í raun aldrei meira en
einmitt núna.“
Hvernig augum lítið þið á
framtíðina í bransanum?
„Við erum mjög bjartsýnar hvað
varðar framtíðina. Fyrirtæki
okkar hefur átt velgengni að
fagna allt frá upphafi og fer
stöðugt upp á við. Slæm staða
bankanna er eiginlega verst og
vonandi tekst þessari ríkistjórn
að búa til jákvætt umhverfi fyrir
lítil og meðalstór fyrirtæki. Það
hefur svo sannarlega ekki verið
auðvelt að vera í nýsköpun á
Íslandi og lítil skilningur verið
fyrir hendi á slíku. Við mættum
fara að taka nágrannalöndin
okkur til fyrirmyndar hvað það
efni varðar.“
Erna Steina Guðmundsdóttir og Lísbet Sveinsdóttir.
ELM – FATNAÐUR FYRIR SJÁLFSTÆÐAR KONUR
ELM
„Fyrirtæki okkar
hefur átt velgengni
að fagna allt frá
upphafi og fer
stöðugt upp á við.“