Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
K
Y
N
N
IN
G
„Mikils misskilnings gætir
um bótarétt vegna
umferðarslysa en ein-
staklingur á bótarétt
hvort sem hann er
dæmdur í rétti eða órétti.“
SÉRHÆFING Í SLYSA- OG SKAÐABÓTUM
Fulltingi
Bryndís Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Fulltingi slysa- og skaðabótamál ehf.
Fulltingi slysa- og skaðabótamál er eina lögmannsstofan á Íslandi þar sem starfsmenn stofunnar sérhæfa
sig eingöngu í slysa- og skaðabótamálum og
hafa langa reynslu á því sviði.
Að sögn Bryndísar Guðmundsdóttur,
héraðsdómslögmanns, er Fulltingi slysa- og
skaðabótamál framsækin og traust lög-
mannsstofa sem veitir einstaklingum þjón-
ustu á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar.
„Hlutverk okkar er að leysa vel úr
málum fólks, ráða því heilt og stuðla að
því að hver og einn fái þær bætur sem
hann á rétt á. Meðal þeirra mála sem við
tökum að okkur eru umferðarslys, vél-
hjólaslys, vinnuslys, slys á sjómönnum og
frítímaslys. Þá tökum við einnig að okkur
mál vegna afleiðinga læknismeðferðar.
Eins og fyrr segir eru starfsmenn okkar
sérhæfðir á sviði skaðabóta- og vátrygginga-
réttar og hafa margir hverjir áratuga reynslu
í meðferð slíkra mála.“
Hvernig nýtist sérþekking ykkar
viðskiptavinum?
„Styrkleiki okkar felst í víðtækri þekkingu,
reynslu og sérhæfingu. Þjónusta okkar
einkennist af styrkri stjórn á hverju og einu
máli og síðast, en ekki síst, óbilandi vilja
til að ná árangri í þágu viðskiptavina okkar.
Við könnum allan mögulegan bótarétt en
bótaréttur getur leynst víða og oft á tíðum
er hinum slasaða ekki kunnugt um þann
rétt sinn.“
Hvers vegna er mikilvægt
að leita réttar síns?
„Slys geta breytt aðstæðum í lífi okkar allra
og í kjölfar slyss getur fólk þurft að takast á
við margs konar vanda. Erfiðleikarnir geta
verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir sem og
fjárhagslegir. Algengt er að slasað fólk fari úr
jafnvægi, reyni jafnvel að útiloka slysið eða
reki það á einhvern hátt til eigin mistaka.
Mikils misskilnings gætir um bótarétt vegna
umferðarslysa en einstaklingur á bótarétt
hvort sem hann er dæmdur í rétti eða órétti.
Það er því afar mikilvægt að fá aðstoð frá
lögmanni sem leiðir viðkomandi í gegnum
ferlið, kannar bótarétt og gætir hagsmuna
hins slasaða í hvívetna.“
Hefur þú lent í slysi?
Við könnum rétt þinn á bótum!
Slys breyta öllum aðstæðum í starfi og leik.
Fáðu góð ráð – það kostar þig ekkert.
Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18 Rvk.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n