Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 95

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 95
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 95 s t j ó r n u n - s á l f r æ ð i hugsaði stórt. Hann vildi sannfæra myndarlegan hóp innan greinarinnar um að kanna svæðið ofar núlli og rannsaka hvað gerir fólk hamingjusamt. Andleg heilsa, að hans mati, ætti að vera meira en það að vera laus við geðræna sjúkdóma. Andleg heilsa ætti að vera þróttmikil hreysti mannlegs huga og sálar. Síðustu áratugina fyrir fundinn höfðu nokkrir sálfræð- ingar kannað sólríkt land andlega heilbrigðra einstaklinga. Seligman hafði sjálfur einblínt á bjartsýni, sem tengist góðri andlegri heilsu, minna þunglyndi og lægri tíðni geðrænna sjúkdóma, auk langlífis og hamingju. Sá sem hafði líklega kannað andlegt heilbrigði hvað mest var Edward Diener, sálfræðingur við háskólann í Illinois, en hann hafði fengið viðurnefnið Dr. Hamingja. Í meira en tvo áratugi hafði hann skoðað hvað gerði fólk ánægt og óánægt með líf sitt. Seligman vildi með fundinum koma vinnu Dieners fram í sviðsljósið og hvetja til áframhaldandi rannsókna á þessu sviði. ný fræðigrein verður til Til þess að gera framtíðarsýn sína að veruleika bauð Seligman til fundarins Ray Fowler, sem hafði verið fram- kvæmdastjóri bandaríska sálfræðifélagsins í áraraðir, og hinum ungverska sálfræðingi Mihaly Csikszentmihalyi sem er best þekktur fyrir rannsóknir sínar á því jákvæða ástandi hugans sem hann hefur kallað hugflæði (e. flow). Hug- flæði er þegar við erum það altekin af einhverju að við sogumst inn í það og gleymum öllu og öllum í kringum okkur. Einbeitingin er það mikil að verkefnið gleypir okkur og athyglin er algjör. Margir hafa lýst hugflæði sem áreynsluleysi sem þeir finna fyrir á augnablikum sem eru þau bestu í lífi þeirra. Í lok vikulangs fundar þeirra félaga við ströndina í Mexíkó lágu fyrir ætl- anir um að halda fyrstu ráðstefnu sög- unnar um jákvæða sálfræði nákvæmlega ári seinna – sem varð síðan að árlegum við- burði – og stefnumörkun um að laða unga fólkið að þessari fræðigrein í fæðingu. Aðeins nokkrum mánuðum síðar fékk Selig- man, sem hefur sérstaka hæfileika við að koma sínum hugðarefnum á framfæri, jákvæð skilaboð frá Templeton-stofnuninni í Bret- landi sem ákvað að verðlauna rannsóknir í jákvæðri sálfræði. Afraksturinn var gríðarleg aukn- ing í rannsóknum á hamingju, bjartsýni, jákvæðum tilfinningum og heilbrigðum persónu- einkennum. Sjaldan hefur fræðigrein náð að vakna til lífs eins hratt og af ráðnum hug og raun ber vitni. Hvað gerir okkur hamingjusöm? Vísindin hafa leitt í ljós ýmislegt um það sem fær hjartað okkar til að syngja. Einnig hafa komið fram óvæntar nið- urstöður um það sem kemur innri bjöllum okkar ekki til að óma. Tökum auðsæld sem dæmi, og allt það sem peningar geta gert okkur kleift að kaupa. Rannsóknir Dieners og ann- arra hafa leitt í ljós að þegar búið er að mæta frumþörfum okkar skapa aukalegar tekjur ekki meiri ánægju með lífið. Góð menntun skapar heldur ekki leiðina að hamingju né mikil vitsmunagreind, kynþáttur eða kyn. Æskan virðist ekki áhrifaþáttur heldur. Eldra fólk er almennt ánægðara með líf sitt en ungt fólk og sjaldnar í þungu skapi. Nýleg rannsókn af Centers for Disease Control and Prevention sýndi að fólk á aldrinum 20–24 ára er dapurt að meðaltali 3,4 daga í mánuði á meðan fólk á aldrinum 65–74 ára upp- lifir aðeins 2,3 slíka daga. Hjónabandið er nokkuð flókið fyrirbæri. Gift fólk er almennt hamingjusamara en einstæð- ingar, en það gæti hins vegar verið að fólk í hjónabandi hafi verið hamingjusamara til að byrja með. Sólin virðist ekki hafa úrslitaáhrif á hamingju fólks. Fólk í suðrænum löndum er ekki endilega hamingjusamara en fólk á norðurhveli jarðarinnar. Það að vera hraustur sýnir heldur ekki marktæk tengsl við hamingju fólks en hins vegar tengist sú huglæga skynjun á því hversu hraust við erum hamingjustigi okkar. Trúin virðist aftur á móti lyfta andanum þó að erfitt sé að segja til um hvort það stafi af Guði eða því að vera hluti af trúsam- félagi. Trú skapar von gagnvart framtíðinni og tilgang í lífinu. Vinátta hefur mjög mikil áhrif á hamingju fólks. Rannsókn Die- ners og Seligmans við Illinois Greinarhöfundur, Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.