Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 99

Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 99
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 99 s t j ó r n u n - s á l f r æ ð i upplifana sem hafa áhrif á skynfærin, þó að maður breyti aldrei nöld- ursegg í flissgjarna persónu). Hér er átt við atriði eins og að njóta líðandi stundar; 2) helga sig meira því sem maður er að fást við og komast oftar í hugflæðiástand; og 3) að finna leiðir til að gera lífið innihaldsríkara með því að þekkja styrkleika sína og nota þá í þágu annarra. Það eru ýmsar leiðir til að örva eða auka eigið hamingjustig. Ein leið að sögn Sonju Lyubomirsky, sálfræðings við háskóla Kaliforníu við Riverside, er að halda þakklætisdagbók þar sem þátttakendur skrifa niður allt það sem þeir eru þakklátir fyrir. Lyubomirsky hefur komist að því að það að taka frá tíma vikulega til að þakka með- vitað fyrir það sem maður er ánægður með og þakklátur fyrir, eykur almenna ánægju fólks með lífið næstu sex vikurnar á eftir, á meðan samanburðarhópurinn sem ekki hélt dagbækur sýndi ekki sömu við- brögð. Þakklætisæfingar geta gert meira en að lyfta skapi manns. Robert Emmons, sálfræðingur við háskóla Kaliforníu við Davis, komst að því að þær bæta líkamlega heilsu, auka orkustig og draga úr verkjum og þreytu. „Þeir sem græddu mest á æfingunum voru þeir sem voru ítarlegri í lýsingum sínum og höfðu fleiri atriði sem þeir voru þakklátir fyrir,“ segir Emmons. Önnur leið til að örva hamingjuna, að sögn jákvæðnisálfræðinga, er að sýna fórnfýsi eða góð- mennsku – að heimsækja hjúkrunarheimili, aðstoða barn vinar með próflesturinn, slá grasið fyrir nágrannana, skrifa bréf til ömmu eða afa. Að sinna slíkum verkefnum fimm sinnum í viku, sér- staklega ef þau eru öll framkvæmd á eina og sama deginum, eykur hamingjuna á marktækan hátt, að sögn Lyubomirsky. Þakklætisheimsókn og þrjár blessanir Seligman hefur prófað svipuð inngrip í tilraunum við Penn-háskóla og í yfirgripsmiklum rannsóknum á netinu. „Áhrifaríkasta leiðin til að auka ánægjuna“, segir hann, „er að fara í það sem hann kallar þakklætisheimsókn. Þetta þýðir að maður skrifar þakkarbréf til kenn- ara, foreldris eða vinar – einhvers sem maður er óendanlega þakk- látur – og síðan heimsækir maður viðkomandi og les þakkarbréfið fyrir hann/hana. „Það merkilega er,“ segir Seligman, „að fólk sem gerir þetta aðeins einu sinni er marktækt hamingjusamara og minna þunglynt mánuði seinna. En áhrifin vara ekki því að þremur mán- uðum seinna hafa þau fjarað út.“ Minna áhrifaríkt en varanlegra er æfing sem hann kallar þrjár blessanir – að taka frá tíma daglega til að skrifa niður þrjú atriði sem gengu vel og hvers vegna. „Fólk er minna þunglynt og hamingjusamara þremur mánuðum seinna og sex mán- uðum seinna.“ Seligman vinnur ötullega að rannsóknum sínum á styrkleikum fólks og að því að finna nýjar leiðir til að nýta þá. Hann hefur und- anfarið beint athygli sinni að því að skilgreina persónulega styrkleika og eiginleika eins og örlæti, húmor, þakklæti og áhuga og reynt að komast að því hvernig þeir tengist hamingju. „Sem prófessor er ég ekki beint hrifinn af því,“ segir Seligman, „en dyggðirnar sem varða heilann, eins og forvitni og að elska að læra, tengjast ekki hamingju jafnsterkt og gæska, þakklæti og hæfileikinn til að elska.“ En hvers vegna auka þessi atriði hamingjustigið? „Ástæðan fyrir því er að það að gefa lætur okkur líða vel,“ segir fræðimaðurinn Pet- erson. „Þegar við erum í sjálfboðavinnu drögum við athyglina frá okkar eigin tilvist, og það er heillavænlegt. Það að gefa gefur lífinu tilgang. Þú hefur tilgang af því að þú skiptir aðra máli. Nánast allar hamingjuæfingar sem jákvæðnisálfræðingar hafa prófað tengja fólk betur saman,“ segir hann. náin samskipti og góðmennska skapa hamingju Þetta virðast vera meginniðurstöður hamingjuvísindanna. „Nánast allir einstaklingar upplifa meiri hamingju þegar þeir eru með öðru fólki,“ segir Mihaly Csikszentmihalyi. „Það er mótsagnarkennt þar sem margir geta ekki beðið eftir að komast heim og vera einir án þess að hafa nokkuð að gera, en það er versta atburðarásin sem hægt er að hugsa sér. Ef þú ert einn heima og hefur ekkert að gera, dregur úr gæðum upplifunar þinnar.“ En getur einfari orðið félagslyndari í gegnum góðmennsku-æfingar? Getur svartsýnismaður lært að sjá glasið hálffullt? Geta þakklætisdagbækur virkað til lengri tíma? Og hversu mörg okkar gætu haldið áfram að fylla þær af ferskum þakklæt- ishugsunum ár eftir ár? Lyubomirsky telur að þetta sé allt hægt. „Maður þarf að helga sig hamingju alla daga ársins. Hvern einasta dag þarf maður að end- urnýja helgunina. Vonandi verður sumt að venju með tímanum og ekki mikil fyrirhöfn.“ Aðrir sálfræðingar hafa meiri efasemdir. Sumir efa það einfaldlega að persónuleiki fólks sé sveigjanlegur eða að einstaklingar geti breytt hefðbundnum viðbrögðum sínum. „Ef þú ert svartsýnismaður sem hugsar raunverulega um allt það sem gæti farið úrskeiðis,“ segir Julie Norem, sálfræðingur við Wellesley College og höfundur bókarinnar The Positive Power of Negative Thinking, „þá er það leið sem virkar mjög vel fyrir þig. Það gæti jafnvel ruglað þig að reyna að setja jákvætt viðhorf í staðinn fyrir það neikvæða.“ Norem hefur áhyggjur af því að skilaboð jákvæðnisálfræðinnar muni styrkja bandaríska hlutdrægni um það hvernig einstaklingsfrumkvæði og jákvætt viðhorf geti leyst flókin vandamál. Hver hefur rétt fyrir sér? Þetta er tilraun sem við getum öll tekið þátt í. Það er lítil hætta fólgin í því að prófa aukið þakklæti og góð- mennsku, og afraksturinn, ef hann verður einhver, er umbun í sjálfu sér. David lykken fann að breytilegir þættir eins og tekjur, hjúskaparstaða, trú og menntun stuðla aðeins um 8% að almennri vellíðan fólks. Afgangurinn er þau atriði sem lífið færir okkur í fang.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.