Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
K
y
n
n
in
g
Ingibjörg Kristófersdóttir, einn af eigendum B&S í Kringlunni.
ingibjörg Kristófersdóttir er einn af eigendum hinnar glæsilegu B&S verslunar
í Kringlunni en þar fást vöru-
merkin Boss og Sand, sem
íslenskar konur hafa heillast af.
svartur gefur tóninn
Ingibjörg segir að í hausttísk-
unni verði svart ráðandi litur:
„Litalega séð breytist fatn-
aður helstu fatamerkja lítið í
haust. Svart verður svo að segja
allsráðandi á slánum í haust.
Nýir litir eru síðan ýmsir gráir
tónar, t.d. stálgrátt og gráyrjótt
í prjónavörum. Dimmfjólublár
og grænbláir tónar koma síðan í
toppum, kjólum og peysum.
Litirnir eru svolítið dökkir og
dimmir litir – sem endurspeglar
kannski ástandið – og vísa veg-
inn en á móti lífga litaglaðir
klútar og ýmsir fylgihlutir upp á
heildarmyndina. Nú um þessar
mundir kjósa margar konur
að nýta gömlu dragtina en
þá er mikilvægt að fá sér nýja
skyrtu, bol og/eða stutterma
rúllukragapeysur í nýju litunum
og gefa dragtinni þar með nýtt
líf. Dragtin getur þá verið sam-
kvæmislegt með fínum skyrtum
og toppum eða frjálsleg með
flottum rúllukragapeysum.“
Hvers konar klæðnaður
er ómissandi fyrir konur í
stjórnunarstöðum?
„Grundvallaratriði fyrir þær er
að eiga svarta, klassíska dragt.
Einnig er nauðsynlegt að eiga
svart pils, en í dag eru pilsa-
sniðin margvísleg; þröng, víð
eða með A-sniði. Svo má nota
staka jakka við, t.d. úr grófu
efni eða leðurjakka og einnig má
nýta gallajakkann áfram í vetur.
Stjórnandinn þarf líka að
eiga vandaða, hvíta skyrtu, hvíta
boli og svo fínni silkirúllukraga-
peysur við dragtir og pils.
Góður, klassískur kjóll með
einföldu sniði er flík sem gengur
alltaf og einnig ermalausir
skokkar sem smart er að hafa
t.d. skyrtur undir.
Yfirhafnir í haust eru ekki
mjög klassískar en mikið verður
um loðkápur. Vatteraðar úlpur,
bæði síðar og stuttar, halda síðan
áfram í vetur og verðum við
með mikið úrval af þeim frá
bæði Boss og Sand. Svartur er
allsráðandi í þessum úlpum en
einnig munum við hafa á boð-
stólum dökkfjólubláar og eitt-
hvað af rauðum úlpum.“
sVart rÁÐandi Á sLÁnuM Í Haust
B & s
„dragtin getur þá
verið samkvæmis-
leg með fínum
skyrtum og toppum
eða frjálsleg með
flottum rúllukraga-
peysum.“