Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 105

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 105
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 105 K y n n in g kreditkort hf. var stofnað árið 1980 og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð upp á kreditkort og hefur síðan verið brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Kreditkort er markaðsleiðandi þegar kemur að nýjungum auk þess að setja viðskiptavini sína í forgang með áherslu á persónulega þjónustu. Kreditkort gefur út sín eigin kort beint til sinna viðskiptavina. Sigfríð Eik Arnardóttir er markaðsstjóri Kreditkorts og segir hún að undanfarið hafi áherslan verið á American Express: „Við höfum verið með American Express kortið í rúmt eitt ár og gengið mjög vel. Á rúmu ári höfum við gefið út um 20.000 kort. American Express kreditkortin hafa mikla sérstöðu á íslenska markaðnum. Með þeim er hægt að safna vildarpunktum tvisvar til fimm sinnum hraðar en áður hefur þekkst. Þá hafa Premium og Business meðlimir rétt á því að ferðast með meiri farangur og hafa aðgang að ókeypis bílastæðum við Leifsstöð. Með kortunum fylgja margvísleg fríðindi og þjónusta sem American Express veitir kort- höfum um allan heim.“ Fleiri nýjungar hafa litið dagsins ljós hjá Kreditkorti: „Við höfum verið í vöruþróun með MasterCard kortin og gáfum út nýtt kort sem mun vera það ódýrasta á mark- aðnum. Við köllum það Almennt kort og það kostar aðeins 100 krónur á mánuði og er góður kostur í kreppunni sem við búum nú við á Íslandi. Kortið er án allra hefð- bundinna ferðatrygginga og punktasöfn- unar. Einnig höfum við verið að breyta ATLAS kortunum okkar og tekið upp nýtt fríðindakerfi sem gerir notendum kleift að velja milli þess hvort þeir fái endurgreiðslu í peningum eða ferðaávísun fyrir notkun sína á kortinu. Önnur breyting sem var gerð er sú að nú reiknast fríðindi korthafa af allri veltu kortsins í stað einungis innlendrar áður.“ Eins og áður segir er Kreditkort eina kortafyrirtækið sem gefur kortin út beint til viðskiptavina sinna og er þannig í persónu- legri nálægð við viðskiptavininn. Sigfríð segir að eins og önnur fyrirtæki hafi Kreditkort þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og með því að viðhalda góðri þjónustu við viðskiptavini sína hafi stefnan verið að gera innheimtuna mannlegri og auka sveigjanleika í innheimtuaðgerðum. „Við erum í stöðugri þróun og hin mikla útgáfa á American Express kortunum gefur okkur tilefni til að horfa björtum augum til framtíðarinnar.“ Elsa Guðrún Jóhannsdóttir, forstöðumaður Fjármálasviðs, Sigfríð Eik Arnardóttir, markaðsstjóri og Helga Rut Baldvinsdóttir, forstöðumaður Rekstrarsviðs. tuttugu ÞÚsund aMeriCan exPress Á Ári kreditkort hf. „kreditkort er eina kortafyrirtækið sem gefur kortin út beint til viðskiptavina sinna og er þannig í persónulegri nálægð við viðskiptavininn.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.