Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 113

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 113
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 113 k r A f t M i k i l A t h A f n A k o n A Pizza Hut er gamalgróið fyrirtæki í veitingarekstri. Nú- verandi eigendur eru hjónin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pétur Jónsson: „Við keyptum Pizza Hut af Gaumi, í septem- ber 2003, en Gaumur hafði þá rekið fyrirtækið í nokkur ár. Í eigu Gaums hafði stöðum fjölgað og orðið áherslubreyting. Þegar við tókum við ákváðum við strax að fækka stöðunum og fara til baka og leggja áherslu á Pizza Hut sem fjölskylduvænan veitingastað með fullri þjónustu, tókum út heimsendingarþjónustuna og sölu út af veitingastaðnum að mestu. Fólk getur pantað hjá okkur og sótt, en engin megináhersla er lögð á slíka þjónustu. Núna rekum við þrjá Pizza Hut staði hér á landi, á Nordica Hilton Hóteli, Sprengisandi og Smáralind og sjö veitingastaði í Finnlandi.“ Áður en Þórdís Lóa fór út í eigin rekstur starfaði hún hjá Reykjavíkurborg og var stundaken- nari við HÍ og KHÍ. „Ég var framkvæmdastjóri á þjónustusviði Velferðarsviðs Reykjavíkur og sá um að framleiða alla félagslega þjónustu. Stýrði framkvæmd heimaþjónustunnar, hjúkrunarheimilum, heimilum fyrir fötluð börn, vistheimilum barna og heimsendingu á mat. Var ábyrg fyrir öllu því sem sem sneri að rekstrinum á þessum einingum og að veita þjónustuna, en svo var annar framkvæmdastjóri sem stýrði greiningunni á því hverjir fengu úthlutað. Þetta var viðamikið og skemmtilegt starf en ég var búin að vera lengi í opinbera geiranum og vildi gjarna fá að ráða mér meira sjálf og hafa þannig bein áhrif á árangur og verkefni.“ Vildum fara saman í fyrirtækjarekstur Þórdís segir að það hafi alltaf verið ætlun sín að fara út í eigin rekstur. „Við hjónin erum bæði viðskiptamenntuð og upphafið að fyrirtækjarekstrinum kom þegar við lentum í ógöngum með gamalt hús sem við keyptum. Ef við hefðum haft einhverja glóru í hausnum hvað varðar húsbyggingar þá hefðum við átt að sjá að margt var í ólagi í húsinu. Þegar við ætluðum síðan að láta taka húsnæðið út komumst við að því að það var enginn hlutlaus aðili hér á landi sem tekur út húsnæði svo við fórum út í að stofna slíkt fyrirtæki en fyrirmyndin var álíka fyrirtæki sem voru starfrækt í Skandi- navíu. Ég hélt þó áfram minni vinnu hjá borginni þannig að Pétur stóð að langmestu leyti í undirbú- ningnum og rak fyrirtækið. Við sáum samt fljótt að litlir sem engir stækkunarmöguleikar voru fyrir hendi og fyrirtækið var of lítið fyrir okkur bæði og fórum því að leita fyrir okkur að öðrum mögu- leikum og vorum með í huga meðalstórt fyrirtæki. Í um það bil eitt og hálft ár vorum við að að leita að hentugum tækifærum. Mörg voru skoðuð í ýmsum geirum atvinnulífsins en við fundum ekkert sem okkur líkaði fyrr en Pizza Hut kom upp í hendurnar á okkur.“ Þórdís Lóa er spurð hvort áhættan hafi ekki verið nokkur þar sem mikil samkeppni ríkir á pizzumarkaðinum: „Vissulega var samkepp- nin mikil og er enn. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að það var á brattann að sækja og Pizza Hut reksturinn hafði verið erfiður í mörg ár. Það sem fyrst verður að gera sér grein fyrir er að veitingabransinn RekuR Pizza Hut á Íslandi og Finnlandi texti: hilmar karlsson ● Myndir: geir ólafsson o. fl. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er kraftmikil athafnakona sem rekur Pizza Hut á Íslandi og sjö Pizza Hut-staði í Finnlandi. Hún starfaði hjá reykjavíkurborg og var stundakennari við HÍ og KKÍ áður en hún og eiginmaðurinn, Pétur Jónsson, skelltu sér út í viðskiptin árið 2003. ÞórdÍs Lóa ÞórHaLLsdóttir, eigandi Pizza Hut: stefnan sem við lögðum upp með var að gera Pizza hut að fjölskylduvænum veitingastað. Það hefur gengið eftir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.