Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 115

Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 115
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 115 k r a f t m i k i l a t h a f n a k o n a hefur greinilega farið minnkandi en á móti kemur að við fáum í auk- num mæli til okkar eldra fjölskyldufólk.“ Þórdís Lóa telur víst að reksturinn verði erfiður á þessu ári og því næsta: „Allar okkar áætlanir gera ráð fyrir því en við erum bjartsýn þar sem við byggjum á góðum grunni bæði hvað varðar vöruna okkar og reksturinn einnig. Við erum uppfull af hugmyndum en gerum okkur grein fyrir að nú er ekki rétti tíminn til að fara út í stórræði, einbeitum okkur að rekstrinum og að bæta þjónustuna.“ athafnakona sem kemur víða við Þórdís Lóa er sannarlega athafnakona og kemur víða við. Hún er í stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnu- rekstri, er í stjórn Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins og stjórnarformaður í fjárfestingarhópnum Naskar ehf. „Naskar er fjárfestingarfélag þar sem saman koma athafnakonur víðsvegar úr atvinnulífinu og fjárfesta saman. Við höfum skýra sýn og stefnu um fjárfestingar okkar og höldum fast í lykilorðin okkar „menntun, skemmtun og hámarks ávöxtun“. Þetta mótunarferli við stofnun Naskra hefur verið afar lærdómsríkt og við viljum gjarnan deila reynslu okkar og hugmyndum með öðrum sem hafa áhuga á að stofna fjár- festingarhópa.“ Eins og gefur að skilja eru efnahagsmálin mikið rædd innan stjórnar FKA: „Félagskonur standa allar í rekstri og segja má að yfirleitt séum við áhyggjufullar vegna óvissunnar sem er mikil. FKA hefur lagt áherslu á að hvetja félagskonur til að segja síður upp fólki en hjá því hefur ekki verið komist í mörgum fyrirtækjum. Starfs- mannamálin eru mörgum okkar því ofarlega í huga þessa dagana og geta haft sálfræðileg og tilfinningaleg áhrif, sérstaklega á þær okkar sem starfa í minni fyrirtækjum en þar er nálægðin mikil. Annars vegar sem stjórnandi þarf maður að halda jákvæðu orkunni gangandi og vera bjartsýn fyrir hönd hópsins en á móti kemur að rekstrarum- hverfið er gríðarlega erfitt svo þetta er flókið, en ég verð að segja að ég finn fyrir jákvæðara hugarfari í dag. FKA hefur haldið marga fundi um efnahagsmálin, við vorum meðal annars með vel heppnaðan fund með Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra og fund í febrúar með fjölmiðlafólki um ábyrgð fjölmiðla á stemninguna hjá landanum. Svo höfum við í stjórninni verið duglegar við að hvetja félagskonur til að reyna að halda hjól- unum gangandi. Konur eiga mikið af fyrirtækjum í verslun og þjónustu sem eru viðkvæm rekstrarlega séð en félagar í FKA eru rúmlega 600 talsins.“ FKA hefur einnig lagt mikla áherslu á að auka hlutfall kvenna í stjórnum félaga og í æðstu stjórn- andastöðum. Þórdís Lóa hefur á þessu afar ákveðnar skoðanir og leggur áherslu á að viðskiptalífið verði að opna innstu dyr valdahringsins og bjóða konum þangað inn: „Konur hafa til þess þekkingu, reynslu og mikla getu. Við sjáum að jöfn hlutföll kvenna og karla er alltaf besta jafnan og það sem meira er þá er það fjárhagslega besta jafnan einnig.“ Að lokum er Þórdís Lóa spurð hvort hún sé allan sólarhringinn í vinnunni: „Ekki vil ég nú segja það, en þegar maður stendur í rekstri síns eigin fyrirtækis, sérstaklega í árferði eins og nú gengur yfir landið, þá má segja að hugurinn sé bundinn við fyrirtækið. Ég er mikil útivist- armanneskja og dellukona. Stunda veiði af kappi, bæði flugu- og neta- veiði, sem og skotveiði á haustinn. Ég var svo óheppin þetta árið að fá ekki hreindýraleyfi, gengur bara betur næst. Svo er ég forfallin skíða- manneskja. En hvað sem ég geri þá er erfitt að sleppa takinu á rekstr- inum, hann er alltaf í kollinum í einhverskonar gerjun.“ naskar er fjárfestingarfélag þar sem saman koma athafnakonur víðsvegar úr atvinnulífinu og fjárfesta saman. Þórdís Lóa á jörðina Másvatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Í vetrarhörkunum síðastliðinn vetur var þykkur ísinn engin hindrun við dorgveiðarnar. Þórdís rekur þrjá Pizza Hut staði í íshokkí-höllinni Hartwall Areena í Helsinki þar sem Eurovision söngvakeppnin var haldin 2007. Þar studdi hún íslensku keppendurna óspart.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.