Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 116

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 s t u ð u l l J enný Stefanía hóf störf hjá Almennum tryggingum þegar hún var 17 ára og vann þar með námi – menntaskólanámi og háskólanámi – en hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1989. „Lokaritgerðin fjallar um samruna Sjóvár og Almennra trygginga og þar með setti ég punktinn á bak við tryggingabransann. Ég fór síðan að vinna sem fjármálastjóri hjá Plastos þar sem ég var í 10 ár. Samhliða vann ég í ýmsum verkefnum og sat í stjórnum á vegum ríkisins.“ Eiginmaður Jennýjar, Grettir Grettisson tölvufræðingur, fæddist í Kanada en foreldrar hans og móðurfjölskylda bjuggu þar. Móðir Grettis var ein átta systkina sem flutti aftur til Íslands. „Það lá alltaf í loftinu að okkur langaði til að flytja til útlanda og öðlast meiri víðsýni. Við ákváðum að flytja til Vancouver í Kanada fyrir 11 árum og vera þar í um fjögur ár. Við sögðum upp fínum störfum og fórum út í óvissuna. Við vissum ekki út í hvað við vorum að fara. Þetta var ævintýraþrá. Við vorum bæði fertug og það var þá eða aldrei. Það var miklu betra að fara og koma þá til baka í staðinn fyrir að naga sig í handarbökin seinna og sjá eftir því að hafa ekki prófað.“ Með í för var átta ára dóttir þeirra hjóna og sonur þeirra, sem var rúmlega tvítugur, kom síðar en flutti aftur til Íslands nokkrum árum seinna. 39 verslanir Jákup Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins, opnaði fyrstu JYSK-versl- unina í Kanada árið 1996. Tilviljun réð því að Jenný og Grettir hittu hann í Kanada en hann var þá farinn að leggja drög að því að opna fleiri verslanir þar í landi. „Við komum inn í þann pakka og erum búin að vera þar síðan,“ segir Jenný en Grettir er yfirmaður tölvudeildar Jysk sem sér um allar nettengingar og tölvumál fyrirtæk- isins. „Jákup trúði því að þetta gengi með réttu fólki og réttri tækni. Búið er að opna 39 verslanir og tvö vörudreifingarhús og starfsmenn fyrirtækisins í Kanada eru um 650. Fjögur tímasvæði eru í Kanada og ef ég þarf að heimsækja verslun í Halifax verð ég að fljúga í níu klukkutíma þessa 6500 kílómetra. Landið er svo stórt.“ Þegar mest er, eru opnaðar um sjö verslanir á ári. Þegar valin er staðsetning verslana er lögð áhersla á að áhugaverð fyrirtæki séu í nágrenninu sem eru þó ekki í samkeppni við JYSK. „Það er eiginlega alveg sama hvar maður ber niður í Kanada – jafnvel sama verslunin er við hliðina. Eftir því sem við breiðumst út og vitneskjan um fyrirtækið er meiri því auðveldara er að setja niður rætur á nýjum stað.“ Hagkvæmasta stærðin í Kanada þykir vera aðeins minni en verslun Rúmfatalagersins við Smáratorg eða um 1800 fermetrar. Eins og arkitekt Jenný segir að það hafi verið gaman að fá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins eins og arkitekt með það í huga að ekki yrði um eina eða tvær verslanir að ræða heldur mun fleiri. „Mér fannst til dæmis spennandi að fá að byggja upp allan strúktúrinn í tölvukerfunum. Við erum í samstarfi við íslensk hugbúnaðarfyrirtæki, Landsteina og AGR, og mér finnst íslenskt hugbúnaðarfólk vera í heimsklassa. Mér finnst enginn komast með tærnar þar sem það er með hælana.“ Jenný segir að það sem er sérstakt í Kanada sé eftirlit þess opinbera með fyrirtækjum. „Við erum með verslanir í sjö fylkjum og hvert fylki er eins og sjálfstætt land með sérreglur og sérskatta og hvert fylki hefur sitt eigið eftirlitskerfi og reglur. Á einu ári er maður sífellt með einhvern opinberan aðila inni á gafli hjá sér sem er að endurskoða. Mér finnst það bara fínt en það er samt þreytandi að þurfa alltaf að útskýra sömu hlutina aftur og aftur og þeir vilja sjá öll gögn. Það er samt hressandi að heyra þá kveðja með orðunum: Haltu áfram að gera það sem þú ert að gera, allt í fína.“ Þegar Jenný er spurð um áherslur í starfi segir hún: „Ég er ofsalega kröfuhörð á sjálfa mig. Maður verður umburðarlyndari með aldr- inum en það var veikleiki minn áður fyrr að ég gerði sömu kröfur til annarra og sjálfrar mín. Það er hins vegar ekki raunhæft. Ég er umburðarlynd gagnvart fólki sem vill læra og viðurkennir mistök sín texti: svava jónsdóttir ● Mynd: geir ólafsson Jenný Stefanía JenSdóttir, fJárMálaStJóri rúMfatalagerSinS, JySK, í Kanada: Jenný Stefanía Jensdóttir viðskiptafræðingur flutti ásamt fjölskyldu sinni til Kanda fyrir 11 árum án þess að vera komin með vinnu. Hún hóf síðar störf sem fjármála- stjóri fyrstu rúmfatalagers-verslunarinnar þar í landi, JySK. í dag eru verslanirnar 39 og starfsmenn um 650. Jenný er fjármálastjóri allra verslananna. „Eins dauði Er annars brauð“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.