Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 126

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 126
126 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 kvikmyndir s agt er að Julie and Julia sé fyrsta kvikmyndin sem á uppruna sinn í bloggfærslum. Hvort sem það er rétt eða ekki, þá er staðreyndin sú að handritshöfundurinn og leikstjórinn Nora Ephron nýtir sér blokkfærslur Julie Powell, skrifstofustúlku sem tók til við að matreiða 524 mataruppskriftir sem prýða þekkta matreiðslubók, Mastering the Art of French Cooking, eftir Juliu Child. Powell kallaði bloggfærslurnar The Julie/Julia Pro- ject. Hún tók eitt ár í matargerðinni og lýsti reynslu sinni í bloggfærslum sínum sem vöktu fljótt athygli og urðu mjög vinsælt efni meðal bloggara, sérstaklega þeirra sem höfðu áhuga á mat. Vinsældirnar voru það miklar að Julie Powell bauðst til að gefa minningar sínar út á bók, sem hún gerði og nefnist bókin Julie & Julia: 365 Days, 524 Recipes and 1 tiny apartment kitchen. Bókin kom út 2005 og seldist vel. Þegar hún var svo end- urútgefin 2006 var nafni hennar breytt í Julie & Juliet: My Year of Cooking Dangerously. Til að bæta um betur nýtti Nora Ephron sér einnig hluta af ævisögu Juliu Childs, My Life in France, og gerist því Julie and Julia á tveimur tímaskeiðum. Við fylgjumst með lífi Julie Powell meðan hún er að rembast við allar uppskriftirnar og viðbrögðum við þeim og inn á milli er skipt til fortíðarinnar þegar Julia Child dvaldi í Frakklandi á fimmta áratug síðustu aldar. Þar sótti hún franska kokkaskóla og vann að uppskriftunum í bók sína á meðan eiginmaður hennar starfaði sem diplómat á vegum bandarískra stjórnvalda. Eiginmaðurinn, Paul, lenti síðan eins og margir aðrir ágætir menn í að sæta rann- sókn amerísku nefndarinnar undir stjórn Josephs McCarthy og var ásakaður um að vera kommúnisti. leikkonur sem þekkjast Það gat aldrei orðið af því að Julie Powell og Julia Child hittust þar sem Powell er fædd 1973 en Child fæddist 1912 og lést í hárri elli 2004. Það verður því spennandi að sjá hvernig Ephron tekst að tengja þessar tvær persónur og gerðir þeirra í eina heild. Hættan er sú að myndin verði sundurlaus með stans- lausum skiptingum milli fortíðar og nútíðar en ef vel tekst til gæti Julie and Juliet verið góð skemmtun. Ekki eiga leikkonurnar sem túlka Julie og Juliu að skemma fyrir. Það er sjálf Meryl Streep sem fer með hlutverk Juliu Child og má búast við að leikur hennar sé enn ein rós í hnappagat hennar ef eitthvað kemst þar enn fyrir! Streep er með hvorki meira né minna en fimmtán óskarstilnefn- ingar á bakinu (tvisvar unnið) og hefur eng- inn leikari fengið jafnmargar tilnefningar. Þá hefur hún fengið tuttugu og þrjár Golden Globe tilnefningar. Með mikla reynslu í að túlka ólíkar persónur ætti það ekki að vefjast fyrir Streep að túlka Child sem þótti sterkur persónuleiki og var lengi með vinsælan sjón- varpsþátt í Bandaríkjunum. Amy Adams leikur Julie Powell. Hún hefur ekki sömu reynslu og Meryl Streep en hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lék aðal- hlutverkið í Junebug (2005) og fékk ósk- arstilnefningu fyrir leik sinn. Þá hafði hún í nokkur ár verið að fóta sig áfram í litlum kvikmyndahlutverkum og sjónvarpsseríum. Adams staðfesti veru sína á meðal stjarnanna í Hollywood í ævintýramyndinni Enchanted þar sem útgeislun hennar var mikil og fékk Julie powell varð fræg þegar hún bloggaði daglega í eitt ár um reynslu sína af að matreiða 524 uppskriftir eftir Juliu Child julIe og julIa texti: HilMar karlsson Julia Child (Meryl Streep) í góðum félagsskap í eldhúsinu. Julie Powell (Amy Adams) á efri myndinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.