Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 127

Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 127
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 127 Michelle Pfeiffer í hlutverki Leu De Lonval í Chéri. Chéri ekki hefur mikið farið fyrir Michelle pfeiffer á síðustu misserum og hefur hún ekki leikið burðarhlutverk síðan hún lék á móti Sean penn í I Am Sam (2001). í nýjustu kvikmynd Stephens frears, Chéri, er hún aftur komin í aðalhlutverk, leikur leu de lonval sem kennir ungum aðalsmanni hvernig á að elska konur. Myndin gerist í parís í kringum 1920 og er það breski leikar- inn rupert friend sem leikur unga mann- inn sem er neyddur til að slíta sam- bandi sínu við leu og á síðan í erfið- leikum með að ná fótfestu. aðrir leika- rar eru m.a. Kathy Bates og hin danska iben Hjejle. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Michelle pfeiffer nýtur leiðsagnar frears, en tuttugu ár eru síðan hún lék í Dangerous Liaisons og í kjölfarið fékk hún óskarstilnefningu. Handritið að Chéri skrifar Christopher Hampton, eftir skáldsögu Colette, en Hampton skrifaði einnig handritið að Dangerous Liaisons, þá eftir eigin leikriti. stuttbuxur robert rodriguez er mikið ólíkindatól og oft erfitt að átta sig á hvað vakir fyrir honum. Hann hefur yfirleitt mörg járn í eldinum og þessa dagana er hann á kafi í undirbúningi á Sin City 3 (þó enn eigi eftir að frumsýna Sin City 2) og hefur tilkynnt að á næsta ári komi tvær kvikmyndir frá honum, vísindatryllirinn Predators (óvíst hvort hann leikstýrir) og sakamálamyndin Machete. Þá hefur verið rætt um að hann sé einnig með í undirbúningi kvikmyndaútgáfu af teikn- imyndaseríunni Jetsons. í millitíðinni verður frumsýnd í sumar fjölskyldu- myndin Shorts, sem rodriguez leikstýrir. um er að ræða tæknivædda kvikmynd um strák sem finnur marglitan töfrastein og afleiðingarnar sem sá fun- dur hefur fyrir bæjarlífið í litlum smábæ. tólf ára drengur, Jimmy Bennett, leikur aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru James Spader, William H. Macy, leslie Mann og Jon Cryer. Toe (Jimmy Bennett) með töfrastein í Shorts. taking Woodstock frægasta rokkútihátíð sem haldin hefur verið er Woodstock-hátíðin 1969. ekki nóg með að margar af frægustu rokkstjörnum sjöunda áratugarins hafi komið fram og verið yfirleitt í miklu stuði, heldur var gerð frábær kvikmynd um hátíðina sem kirfilega festi Woodstock í mannkynssögunni. nýjasta kvikmynd ang lees (Sense and Sensibility, Crouching Tiger, Hidden Dragon, Brokeback Mountain) heitir Taking Woodstock og í henni er fjall- að um undirbúninginn að hátíðinni. aðalpersónan er ungur maður sem kemur þeim sem undirbúa hátíðina í samband við landeiganda sem gæti hugsanlega lánað þeim land. í helstu hlutverkum eru liev Schreiber, paul dano, eugene levy, imelda Staunton og demetri Martin. hún tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna. Hún hlaut síðan aftur tilnefningu til Golden Globe og óskarstilnefningu í aukahlutverki fyrir leik sinn í þeirri ágætu kvikmynd Doubt, þar sem Meryl Streep var mótleikkona hennar. Áttu þær frábæran samleik en Meryl Streep var einnig tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Þessi góði sam- leikur nýtist þeim þó ekki í Julie and Julia þar sem persónurnar hittast aldrei. nora Ephron Þær eru ekki margar konurnar sem hafa fengið tækifæri til að leikstýra kvikmyndum í Hollywood og enn færri sem hafa fengið meira en eitt tækifæri. Nora Ephron er nokkuð sér á báti og er eina konan sem hefur náð að festa sig í sessi sem leikstjóri í borg englanna. Hún hefur leikstýrt átta kvik- myndum. Síðasta kvikmynd hennar, Bewitched (2005), misheppnaðist þó hún væri með í aðal- hlutverkum Nicole Kidman, Will Farrell, Shirley MacLaine og Michael Caine, þannig að nú þarf hún góðan meðbyr ef hún ætlar að halda stöðu sinni í Hollywood. Nora Ephron byrjaði feril sinn í kvikmynda- iðnaðinum sem handritshöfundur og átti glæsilegt tímabil í þeirri atvinnugrein þegar hún skrifaði í röð handritin að Silkwood, Heartburn og When Harry Met Sally. Var hún tilnefnd til óskars- verðlauna bæði fyrir Silkwood og When Harry Met Sally. Þegar þessari sigurlotu lauk vildi hún sjálf fara að leikstýra og fyrsta kvikmynd hennar This is My Life (1992) fjallaði um gamanleikkonu sem vanrækir börn sín. Myndin fékk fína dóma en ekki mikla aðsókn. Ephron sló svo í gegn með næstu kvikmynd sinni Sleepless in Seattle (1993) sem náði miklum vinsældum. Þegar svo næsta mynd hennar, Mixed Nuts (1994), mislukkaðist var strax á bratt- ann að sækja fyrir hana en hún stóð storminn af sér og þær tvær kvikmyndir sem fylgdu í kjölfarið, Michael (1996) og You’ve Got Mail (1998) náðu að halda nafni hennar á lofti. Nora Ephron var gift Watergate-blaðamann- inum Carl Bernstein í fjögur ár og byggði skáldsögu sína Heartburn, sem varð metsölubók, á sambandi þeirra. Bernstein hótaði málsókn þegar bókin kom út en lét aldrei verða af henni. Julie and Juliet verður frumsýnd í Bandaríkj- unum 7. ágúst. Ekki er komin dagsetning á mynd- ina hér á landi en búast má við að hún verði ekki sýnd fyrr en í haust þegar léttir á iðnaðarframleiðsl- unni frá Hollywood, sem ekki er þverfótað fyrir í kvikmyndahúsum yfir sumartímann. BíófrÉttir Julia Child (Meryl Streep) í góðum félagsskap í eldhúsinu. Julie Powell (Amy Adams) á efri myndinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.