Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 130

Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 130
fólk 130 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 Hildur Erla Björgvinsdóttir: „Með skólanum fór ég að vinna í fullu starfi í versluninni Old Navy sem er hluti af Gap- veldinu og áður en ég vissi af var ég orðin verslunarstjóri.“ sævar Karl er þekkt tískuverslun í miðbæ Reykjavíkur sem verslar með kven- og karlfatnað frá þekktum hönnuðum. Verslunin hefur lengi verið leið- andi í sölu á gæðafatnaði. Framkvæmdastjóri er Hildur Erla Björgvinsdóttir. „Ég kom til starfa hjá Sævari Karli í febrúar. Markaðsmálin hafa verið ofarlega á baugi og við höfum verið að skoða allan reksturinn. Breyttar aðstæður í þjóðfélag- inu hafa gert það að verkum að minn tími hefur mikið farið í að endursemja við okkar erlendu birgja, sem eru þrjátíu og tveir. Hefur það gengið mjög vel og við bjóðum upp á fjölbreyttan tískufatnað frá mörgum af þekktustu tískuhúsum heims. Einnig höfum við verið að hugsa til framtíðarinnar. Hvar ætlar Sævar Karl að staðsetja sig og hvað þarf hann að vera og hef ég m.a. verið að hlusta eftir hvað viðskiptavinum okkar finnst. Verslunin er mjög vel staðsett í Banka- strætinu, besti staðurinn í bænum segi ég, og að undanförnu hefur aukist að útlend- ingar koma til okkar að versla og á enn eftir að aukast þegar skemmtiferðaskipin koma. Þar sem farþegar eru snemma á ferð- inni höfum við frá júlíbyrjun opið frá kl. 9 á morgnana og í júní munum við opna fyrr þá daga sem skipin koma snemma. Í fyrra voru útlendingar um 15% af okkar viðskiptavinum en eru komnir í um 25% í dag. Maí var mjög góður hjá okkur og betri en í fyrra og er ég er spennt fyrir sumrinu og bjartsýn á að okkur takist að auka söluna enn meir.“ Hildur starfaði sem sölu- og þjónustustjóri hjá Nova ehf. áður en hún hóf störf hjá Sæv- ari Karli og bar þar ábyrgð á uppbyggingu verslana og þjónustuvers. Hildur bjó um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum þar sem hún var í námi en hún er með B.A. gráðu í sálfræði frá Florida International University og M.Sc. gráðu í stjórnun, með áherslu á mannauðsstjórnun frá sama háskóla: „Með skólanum fór ég að vinna í fullu starfi í versl- uninni Old Navy sem er hluti af Gap-veldinu og áður en ég vissi af var ég orðin verslunar- stjóri.“ Lestur góðra bóka er ofarlega á baugi þegar kemur að áhugamálum: „Ég les mikið og hef fjölbreyttan smekk hvað lestur varðar en fagurbókmenntir eru þó efst á blaði ásamt því sem viðkemur menntun minni. Svo er það stússið í kringum fjölskylduna en við erum fimm. Sambýlismaður minn, Snorri Steinsson, er viðskiptafræðingur og vinnur hjá Landsbankanum og eigum við þrjár stelpur. Eina ellefu mánaða, Helen Silfá, sem við eigum saman. Snorri átti fyrir Tinnu Rún, sem er að fara að fermast og ég átti fyrir Soffíu Marju sem er sex ára. Okkar staður úti á landi er í Súðavík þar sem við eigum 80 ára gamalt hús sem við höfum verið að gera upp og nú er sú vinna að klárast. Þangað förum við alltaf þegar tækifæri gefst og stundum í sjóstangaveiði og ýmislegt fleira sem hægt er að gera þegar óspillt náttúran er allt í kringum mann.“ HILDUR ERLA BJÖRGVINSDÓTTIR framkvæmdastjóri Sævars Karls nafn: Hildur erla Björgvinsdóttir. fæðingarstaður: reykjavík, 19. janúar 1973. foreldrar: Björgvin Björgvinsson og Kristín Marja Baldursdóttir. maki: Snorri Steinsson. Börn: tinna rún 13 ára, Soffía Marja 6 ára og Helen Silfá, 11 mánaða. menntun: B.a. gráða í sálfræði. M.Sc. gráða í stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.