Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 36

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 órunn Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík þann 9. júlí 1957, dóttir hjónanna Guð- mundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlög- manns og Kristínar Þorbjarnardóttur húsmóður og prófarkalesara. Þegar Þórunn var fjögurra ára gömul flutti fjölskyldan í Hvassaleiti þar sem foreldrar hennar höfðu byggt raðhús og þar ólst hún upp. Á þessum árum var hverfið að byggjast upp og þar bjó heill hellingur af krökkum sem gerðu allt sem börn í dag mega ekki gera, svo sem að kveikja í sinu, leika sér í byggingagrunnum og stillönsum og sigla á illa smíðuðum fleytum á tjörnum. Enda segir Þórunn sjálf það hreint ótrúlegt að hún skuli hafa lifað af barnæskuna miðað við allt sem gekk á. Þórunn á tvo eldri bræður þá Sigurður Guðmundsson landlækni, fæddan 1948, og Þórð Ingva, fæddan 1954 sem starfar í utanríkisþjónustunni. Aðspurð hvort hún hafi verið dekruð af stóru bræðrum sínum segir Þórunn það alls ekki hafa verið svo, þau Þórður hafi slegist, enda sjálfsagt á of líkum aldri, og Sigurður hafi þá verið svo miklu eldri og því eins konar fjarlægð stærð. Allur aldursmunur hafi þó horfið með árunum og þau séu öll mestu mátar í dag. Frá sex til átta ára aldurs gekk Þórunn í Ísaksskóla og því næst í Hvassaleitisskóla sem var nýr hverfisskóli, hún tók Landspróf í Ármúlaskóla og settist síðan á skólabekk í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Þórunn kunni ekki við sig í áfangakerfinu og ákvað því að drífa námið af og lauk því á þremur árum. Sem unglingur starfaði hún í unglingavinnunni, kirkjugörðunum og við fiskvinnslu, en sumarið sem hún varð 15 ára dvaldi hún í Englandi hjá föðursystur sinni sem þangað giftist á stríðsárunum. Sá tími segir Þórunn hafa verið óskaplega skemmtilegan og hafi hún reglulega heimsótt frænku sína síðan, nú síðast í sumar til að vera í níræðisafmæli hennar. Heilsteyptur gleðigjafi texti: maría ólafsdóttir • Myndir: geir ólafsson o. fl. NærmyNd af ÞóruNNi GuðmuNdsdóttur n æ r m y n d a f þ ó r u n n i g u ð m u n d s d ó t t u r Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður er einhver allra þekktasti lögfræðingur landsins. Hún annast lögfræðistörf fyrir fjölmarga aðila í viðskiptalífinu; hún er formaður yfirkjörstjórnar í reykjavík; hún var verjandi tveggja endurskoðenda í Baugsmálinu og hún var lögfræðingur Orkuveitu reykjavíkur í málinu sem svandís svavarsdóttir höfðaði um að ógilda hluthafa- og eigendafund Orkuveitunnar frá 3. október sl., en í því máli hefur raunar náðst sátt. Þ

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.