Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 órunn Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík þann 9. júlí 1957, dóttir hjónanna Guð- mundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlög- manns og Kristínar Þorbjarnardóttur húsmóður og prófarkalesara. Þegar Þórunn var fjögurra ára gömul flutti fjölskyldan í Hvassaleiti þar sem foreldrar hennar höfðu byggt raðhús og þar ólst hún upp. Á þessum árum var hverfið að byggjast upp og þar bjó heill hellingur af krökkum sem gerðu allt sem börn í dag mega ekki gera, svo sem að kveikja í sinu, leika sér í byggingagrunnum og stillönsum og sigla á illa smíðuðum fleytum á tjörnum. Enda segir Þórunn sjálf það hreint ótrúlegt að hún skuli hafa lifað af barnæskuna miðað við allt sem gekk á. Þórunn á tvo eldri bræður þá Sigurður Guðmundsson landlækni, fæddan 1948, og Þórð Ingva, fæddan 1954 sem starfar í utanríkisþjónustunni. Aðspurð hvort hún hafi verið dekruð af stóru bræðrum sínum segir Þórunn það alls ekki hafa verið svo, þau Þórður hafi slegist, enda sjálfsagt á of líkum aldri, og Sigurður hafi þá verið svo miklu eldri og því eins konar fjarlægð stærð. Allur aldursmunur hafi þó horfið með árunum og þau séu öll mestu mátar í dag. Frá sex til átta ára aldurs gekk Þórunn í Ísaksskóla og því næst í Hvassaleitisskóla sem var nýr hverfisskóli, hún tók Landspróf í Ármúlaskóla og settist síðan á skólabekk í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Þórunn kunni ekki við sig í áfangakerfinu og ákvað því að drífa námið af og lauk því á þremur árum. Sem unglingur starfaði hún í unglingavinnunni, kirkjugörðunum og við fiskvinnslu, en sumarið sem hún varð 15 ára dvaldi hún í Englandi hjá föðursystur sinni sem þangað giftist á stríðsárunum. Sá tími segir Þórunn hafa verið óskaplega skemmtilegan og hafi hún reglulega heimsótt frænku sína síðan, nú síðast í sumar til að vera í níræðisafmæli hennar. Heilsteyptur gleðigjafi texti: maría ólafsdóttir • Myndir: geir ólafsson o. fl. NærmyNd af ÞóruNNi GuðmuNdsdóttur n æ r m y n d a f þ ó r u n n i g u ð m u n d s d ó t t u r Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður er einhver allra þekktasti lögfræðingur landsins. Hún annast lögfræðistörf fyrir fjölmarga aðila í viðskiptalífinu; hún er formaður yfirkjörstjórnar í reykjavík; hún var verjandi tveggja endurskoðenda í Baugsmálinu og hún var lögfræðingur Orkuveitu reykjavíkur í málinu sem svandís svavarsdóttir höfðaði um að ógilda hluthafa- og eigendafund Orkuveitunnar frá 3. október sl., en í því máli hefur raunar náðst sátt. Þ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.