Frjáls verslun - 01.09.2005, Side 9
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 9
því að nálgast verkefnin út frá viðurkenndri aðferðafræði: „Þessar
lausnir henta jafnt opinberum stofnunum, sveitarfélögum og einka-
fyrirtækjum.“
Heildarlausn - ný nálgun „Til að tryggja að allir þættir innleiðingar
gangi upp þarf að skoða heildarmyndina. Þegar fyrirtæki eða stofnun
leitar til okkar um lausnir þá leggjum við mikla áherslu á undirbúning-
inn sem tryggja á góðan árangur þegar fram í sækir. Hluti af undirbún-
ingnum er að tryggja sterka og skýra verkefnastjórn. Sé verkefnið
ekki nálgast á þann hátt, er hætt við að illa fari. Eins leggjum við
ríka áherslu á eftirfylgni, sem er ekki síður mikilvæg. Séu þessir tveir
þættir, undirbúningur og eftirfylgni, unnir af metnaði og eftir ítrustu
kröfum þá lætur árangurinn ekki á sér standa.“
Auknar vinsældir ISO 9001 Svala Rún segir kröfurnar um gæða-
stjórnun sífellt að aukast: „Við erum að sjá gífurlega aukningu í að
fyrirtæki og stofnanir taki upp ISO 9001, sem er alþjóðlegur staðall
fyrir gæðastjórnun. Hefur orðið stökkbreyting á síðasta ári í þeim
efnum, enda tvímælalaust mikill hagur fyrir fyrirtæki að vera með
slíka gæðastjórnun í öllum viðskiptum og þá ekki síst í alþjóðlegum
viðskiptum. Eitt sem ég legg ríka áherslu á þegar fyrirtæki er að taka
upp gæðastjórnun, er að það taki einnig upp skjalastjórn og öfugt.
Þetta tvennt er að okkar mati óaðskiljanlegt.“
Týnd skjöl og glötuð tækifæri „Fyrirtæki vanmeta oft gildi skjala
sinna, en týnd skjöl eru glötuð tækifæri. Við erum að sjá fyrirtæki
með eins konar „svarthol“, þar sem skjölin flæða inn og verða aldrei
kölluð fram aftur. Þau eru einhverstaðar í bökkum á skrifborðinu, á
pappír, persónulegum tölvudrifum eða í tölvupósti. Sem dæmi má
nefna að ábendingar frá viðskiptavinum hverfa oft í „svarthol“, og
nýtast þess vegna ekki fyrirtækjum til að bæta sig. Við hjá FOCAL
Consulting förum inn í „svartholin“ og greinum skjölin. Greiningin er
síðan notuð til að bæta gæðaferla og skjalastjórn og ná þannig betri
tökum á innri stjórnun fyrirtækjanna.“
Svala Rún leggur áherslu á styrk FOCAL Software & Consulting:
„Yfirleitt eru fyrirtæki á okkar sviði annaðhvort með hugbúnað eða
ráðgjöf. Sérstaða okkar og styrkur er að við bjóðum upp á heild-
arlausnir, með tengingu á milli faglegrar ráðgjafar og hugbúnaðar-
kerfa.“
Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur
Sími: 540 0900 • Netsíða: www.focal.is
Fyrirspurnir: consulting@focal.is
Ráðgjafar FOCAL Consulting búa yfir viða-
mikilli menntun og reynslu á sínu sviði.
Lögð er áhersla á að veita fyrirtækjum
persónulega ráðgjöf þar sem megináhersla
er lögð á skuldbindingu stjórnanda til
verkefnisins, góðan undirbúning, skipulagða
framkvæmd og faglega eftirfylgni.
Erla Konný Óskarsdóttir og Guðrún Reynisdóttir. Einar Áskelsson. Erlingur Snær Erlingsson.