Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Side 20

Frjáls verslun - 01.09.2005, Side 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT Frumkvöðlaandi og orka Um miðjan október var tilkynnt um ráðningu Svöfu í starf aðstoðarforstjóra Actavis en áður var hún framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs fyrirtækis- ins. Í nýju starfi sinnir hún líkum verkefnum og áður, það er að samtvinna stefnu og innra skipulag, jafnframt því sem hún verður staðgengill forstjóra og stýrir rekstri höf- uðstöðvanna hér heima. Frá þeim teygja angar Actavis sam- stæðunnar sig vítt og breytt út um heiminn, en starfsemin er nú í um 30 löndum og starfsmenn um sjö þúsund. Þegar Svafa réðst til starfa hjá Actavis í apríl í fyrra var hún engu að síður ágætlega kunnug starfsemi fyrirtækis- ins. Sem ráðgjafi hjá IMG og kennari við Háskóla Íslands hafði hún komið að fjölmörgum verkefnum fyrir Delta og Pharmaco, tvö þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem nú mynda Actavis. Hún vissi því nokkuð hvernig landið lá. „Þegar Róbert Wessman forstjóri bauð mér að koma hingað inn sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs, var ákvörðunin sem ég stóð frammi fyrir alls ekki auðveld. Ráðgjafastörf eru mjög gefandi og að sama skapi skemmti- leg. Á endanum ákvað ég samt að láta slag standa. Í raun var ekki hægt að hafna tilboðinu fyrir utan hvað Róbert er sannfærandi maður og hættir ekki fyrr en hann hefur náð settu marki. Það sem réð kannski úrslitum um að ég ákvað að söðla um var einstakur frumkvöðlaandi og orka sem ég skynjaði hér hjá Actavis. Hér er valinn maður í hverju rúmi og starfslið sem jafnast á við það sem best gerist í heiminum. Starfsfólkið er líka kappsamt og nær árangri langt umfram það sem eðlilegt telst á flestum bæjum,“ segir Svafa. Hungur í árangur Árið 1999 voru starfsmenn Pharmaco 146, allir hér innanlands. Nú sex árum síðar er á grunni þessa orðið til fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heims og um 400 störf til viðbótar hafa skapast á Íslandi. Brennan á Búðum. Stjórnendur Actavis Group funduðu á dögunum helgarlangt vestur á Búðum með forystuliði Alharma. Við brennu um kvöldið var sjálfur sameiningarseiðurinn framkallaður, en hann fær fólk til að skynja sig í einu og sama liðinu þótt álfur og höf séu þess í millum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.