Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT Frumkvöðlaandi og orka Um miðjan október var tilkynnt um ráðningu Svöfu í starf aðstoðarforstjóra Actavis en áður var hún framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs fyrirtækis- ins. Í nýju starfi sinnir hún líkum verkefnum og áður, það er að samtvinna stefnu og innra skipulag, jafnframt því sem hún verður staðgengill forstjóra og stýrir rekstri höf- uðstöðvanna hér heima. Frá þeim teygja angar Actavis sam- stæðunnar sig vítt og breytt út um heiminn, en starfsemin er nú í um 30 löndum og starfsmenn um sjö þúsund. Þegar Svafa réðst til starfa hjá Actavis í apríl í fyrra var hún engu að síður ágætlega kunnug starfsemi fyrirtækis- ins. Sem ráðgjafi hjá IMG og kennari við Háskóla Íslands hafði hún komið að fjölmörgum verkefnum fyrir Delta og Pharmaco, tvö þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem nú mynda Actavis. Hún vissi því nokkuð hvernig landið lá. „Þegar Róbert Wessman forstjóri bauð mér að koma hingað inn sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs, var ákvörðunin sem ég stóð frammi fyrir alls ekki auðveld. Ráðgjafastörf eru mjög gefandi og að sama skapi skemmti- leg. Á endanum ákvað ég samt að láta slag standa. Í raun var ekki hægt að hafna tilboðinu fyrir utan hvað Róbert er sannfærandi maður og hættir ekki fyrr en hann hefur náð settu marki. Það sem réð kannski úrslitum um að ég ákvað að söðla um var einstakur frumkvöðlaandi og orka sem ég skynjaði hér hjá Actavis. Hér er valinn maður í hverju rúmi og starfslið sem jafnast á við það sem best gerist í heiminum. Starfsfólkið er líka kappsamt og nær árangri langt umfram það sem eðlilegt telst á flestum bæjum,“ segir Svafa. Hungur í árangur Árið 1999 voru starfsmenn Pharmaco 146, allir hér innanlands. Nú sex árum síðar er á grunni þessa orðið til fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heims og um 400 störf til viðbótar hafa skapast á Íslandi. Brennan á Búðum. Stjórnendur Actavis Group funduðu á dögunum helgarlangt vestur á Búðum með forystuliði Alharma. Við brennu um kvöldið var sjálfur sameiningarseiðurinn framkallaður, en hann fær fólk til að skynja sig í einu og sama liðinu þótt álfur og höf séu þess í millum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.