Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Side 30

Frjáls verslun - 01.09.2005, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 7. október EF ÉG FER Í BAR- DAGA ÞÁ FER ÉG TIL AÐ VINNA Svar Björgólfs Thors Björgólfs- sonar við spurningu sænska viðskiptatímaritsins Veckans Affärer um fjárfestingar Straums í Íslandsbanka vakti mikið umtal þennan dag þegar Morgunblaðið vísaði í umfjöllun tímaritsins um hann. Björgólfur Thor sagði enga baráttu hafa átt sér stað um völd í Íslandsbanka: „Ef við hefðum átt í baráttu heldurðu að við hefðum ekki unnið hana? Þetta er eingöngu stöðutaka. ... Ef ég fer í bardaga þá fer ég með því hugarfari að vinna,“ sagði Björgólfi Thor við Veckans Affärer. Björgólfur Thor er þekktur í Svíþjóð vegna fjárfestinga Burðaráss í fjármálafyrirtækinu Carnegie og tryggingafélaginu Skandia. Veckans Affärer ræðir um Rússlandsævintýri þremenning- anna Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors og Magnúsar Þor- steinssonar og að þeir hafi verið sakaðir um samkrull við rúss- nesku mafíuna. Björgólfur Thor svarar því og segir að vissulega hafi þeir fengið ýmis tilboð frá mafíunni en jafnframt að þeir hafi varað sig á að taka þeim ekki og ráðið í sína þjónustu öryggisþjón- ustu og að 20 vopnaðir verðir hafi gætt verksmiðjanna. „Þegar ég fór til Rússlands hélt ég að ég yrði þar í hálft ár en þau urðu níu. Þetta jafngilti því að taka þrjár meistaragráður og eina doktorsgráðu. Þetta var ótrúlega góður skóli í hagfræði, viðskiptum og félagsfræði.“ Þá segir Björgólfur um útrás íslenskra fyrirtækja og alþjóð- legar fjárfestingar sínar: „Ég vil frekar vera lítill fiskur í stórri tjörn en stór fiskur í lítilli tjörn.“ 7. október Nýir í stjórn Atorku Örn Andrésson og Hrafn Magn- ússon voru kjörnir í stjórn fjár- festingarfélagsins Atorku Group á hluthafafundi félagsins. Þeir koma í stað þeirra Aðalsteins Karlssonar og Lárusar Blöndal sem sögðu sig úr stjórninni í kjölfar þess að hafa selt hlutafé sitt í félaginu í byrjun september- mánaðar. 7. október Skattbyrði fyrirtæja 12% Sagt var frá könnun kanadíska rannsóknarfyrirtækisins C. D. Howe Institute um raunveru- lega skattbyrði á fyrirtæki í 36 löndum. Hún reynist fimmta lægst á Íslandi. Hún er lægst í Singapore. Næstlægst í Tyrk- landi. Þá koma Hong Kong og Slóvakía og í fimmta sæti er Ísland. Svíþjóð er í sjötta sæti. Raunveruleg skattbyrði fyrirtækja á Íslandi er samkvæmt könnun- inni undir 12,1%, þó tekjuskatt- prósentan sé 18%. Þegar „raun- veruleg skattbyrði“ er könnuð er tekið tillit til fleiri þátta en skattprósentunnar, eins og t.d. afskrifta og arðgreiðslna. 7. október Þórður hættir hjá DHL Þórður Hermann Kolbeinsson hefur ákveðið að hætta sem fram- kvæmdastjóri flutningaþjónust- unnar DHL á Íslandi eftir að hafa starfað fyrir DHL frá árinu 1992. Svíinn Mikael Skogsberg, 38 ára, tekur við sem framkvæmdastjóri, en hann hefur verið hjá DHL sl. 14 ár. 11. október Eignir Exista til Hollands Ein athyglis- verðusta frétt mánaðarins var sú að félögin Meiður Holding S.a.r.l. og Bakka- bræður S.a.r.l. voru leyst upp eftir að stjórn Exista ehf. ákvað að hollenskt eignarhaldsfélag, Exista B.V., tæki yfir eignir Exista ehf. Þetta hljómar auðvitað svolítið flókið því hollenska félagið er í eigu Exista ehf. Engu að síður flytjast stórir hlutir yfir til hollenska félagsins, eins og 17,0% hluturinn í Kaup- þingi banka hf, 21,7% hluturinn í Flaga Group hf, 29,1% hluturinn í Bakkavör Group hf. og 45% hlut- urinn í Skipti ehf. sem á Símann. Eigendur Exista ehf. eru Bakkabræður Holding með 59%, KB banki með 19% og þá á hópur sjö sparisjóða samtals 22% hlut. 11. október Bílanaust kaupir þrjú félög í Bretlandi Það er mikill drifkraftur í kringum Bílanaust hf. um þessar mundir. D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Björgólfur Thor. „Ef ég fer í bardaga þá fer ég til að vinna.“ Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.