Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Síða 33

Frjáls verslun - 01.09.2005, Síða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 33 D A G B Ó K I N 15. október Mjólkurrisinn heitir MS Mjólkurrisinn sem varð til sl. vor, þegar Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna voru sam- einuð í eitt félag, fékk loksins nafn í mánuðinum. Fyrirtækið mun einfaldlega heita MS. Nafnið á sér auðvitað langa sögu á meðal þjóðarinnar og MS-vörur og Emmess ísinn þarf ekki að kynna. MS, vissulega styttra nafn en margir áttu von á. 16. október Erfitt hjá Magasin du Nord Danska blaðið Berlingske Tidende var með langt viðtal við Jón Björnsson, nýráðinn forstjóra Magasin du Nord þar sem eðlilega kom fram að Jón væri bjartsýnn á reksturinn, hvað annað. Hins vegar kom fram að miklir erfiðleikar hefðu verið í rekstrinum á þessu ári og ljóst að nýjum kaupendum hefur enn ekki tekist að snúa dæminu við. Samkvæmt síðasta árshlutaupp- gjöri, sem birt var í ágúst, var tapið á fyrri hluta ársins tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sölutekjur höfðu einnig dregist saman um 8%. 17. október Bakkavör kaupir fyrirtæki í Bretlandi Bakkavör Group hefur keypt Hitchen Foods í Bretlandi og er kaupverðið 4,7 milljarðar króna (44 milljónir punda). Hitchen Foods framleiðir ferskt niðurskorið grænmeti og salat fyrir stærstu verslunar- keðjur Bretlands. Kaupin eru fjár- mögnuð með láni frá Kaupþingi banka. Afkoma Hitchen Foods hefur verið góð undanfarin ár og er gert ráð fyrir að EBITDA, hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað, verði um 911 milljónir króna á yfirstandandi ári og að veltan verði 5,1 milljarður króna. 17. október Svíarnir selja hlut sinn í Össuri Miklar breytingar urðu í hluthafa- hópi Össurar þennan dag, en þar hafa tveir stærstu hlut- hafarnir keppst um undanfarna mánuði að vera með ráðandi hlut í fyrirtækinu. Það voru Danirnir sem höfðu betur gegn Svíunum. Fjárfestingarsjóð- urinn AB Industrivärden í Svíþjóð seldi 19,5% af hlutafé sínu í Öss- uri til William Demant Invest A/S í Danmörku, Eyris Invest ehf. og Vik Investment Holding S.a.r.l, eignarhaldsfélags í eigu Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar. Eftir viðskiptin er William Demant Invest A/S stærsti hluthafi Öss- urar með 36,9% hlutafjár. Eyrir Invest ehf. með 14,6% hlut. Þriðji stærsti hluthafinn með óbreyttan hlut er Mallard Holding S.a.r.l., eignarhaldsfélag í eigu Össurar Kristinssonar, stofnanda Össurar, og fjölskyldu hans. Vik Invest- ment Holding er með 6,4% hlut. AB Industrivärden átti fyrir söluna 23,4%. Hlutur þess núna er því 3,8%. 18. október Jón Þórisson til Samsonar Jón Þórisson, fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Íslandsbanka, sem Bjarni Ármannsson lét fara frá bankanum skömmu fyrir áramót í fyrra og sem endaði með miklum titringi innan bankaráðsins í kjöl- farið, hefur verið ráðinn til Sam- sonar-samstæðunnar í sérverk- efni í tengslum við fjárfestingar félaganna í fjármálafyrirtækjum, innlendum sem erlendum. Jón er uppalinn hjá Íslandsbanka og einn af kunnustu bankamönnum landsins. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS. Lýður Guð- mundsson, forstjóri Bakkavarar Group. Jón Þórisson Jón Sigur›sson, forstjóri Össurar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.