Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 37
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 37
D A G B Ó K I N
vöruþróun félagsins nær viðskipta-
vinum þess til að geta þjónað
betur mörkuðum í Bandaríkjunum
og Evrópu, en starfsemin á
Íslandi þótti nokkuð einangruð.
28. október
Hagnaðurinn
66 milljarðar
Eniga meniga - við erum að tala
um peninga. Hagnaður viðskipta-
bankanna þriggja, Kaupþings
banka, Íslandsbanka og Lands-
banka, fyrstu 9 mánuði ársins
nam samtals 66 milljörðum. Allt
árið í fyrra var hagnaður bank-
anna þriggja tæpir 40 milljarðar
króna. Hagnaður Kaupþings
banka var 34,5 milljarðar króna
fyrstu 9 mánuði ársins, Lands-
bankans 16 milljarðar og Íslands-
banka 15,4 milljarðar.
29. október
Íslandsbanki:
Kaupin á
Sterling hagstæð
Greiningardeild Íslandsbanka
hefur endurreiknað svonefnt
heildarkaupverð, eða EV, á
kaupum FL Group á Sterling.
Segir Greiningardeildin að gangi
spár um hagnað fyrir afskriftir
og fjármagnsliði Sterling eftir,
þ.e. EBITDA, sé ljóst að kaupin
á félaginu megi teljast hagfelld.
„Áætluð EBITDA hjá Sterling
á árinu 2006 er 345 milljónir
danskra króna (DKK). Gefið er
upp að kaupverðið sé 1,5 millj.
DKK en geti legið á bilinu 1-2
millj. DKK, allt eftir því hvort
EBITDA framlegðin verður lægri
eða hærri en stefnt er að.
Útreikningur Greiningar sýnir
að verði framlegðin við neðri
mörk verðbils þá gefi það EV/
EBITDA 6,2, en efri mörkin gefi
EV/EBITDA 5,5. Gangi þetta
eftir er ljóst að kaupin mega
teljast hagfelld. Þó verður að
líta á að verðmæti fyrirtækja
ræðst af því hvers vænta má
í framtíðinni en ekki bara á
næsta ári,“ segir í Morgunkorni
Íslandsbanka.
ÞEGAR ÉG VAR að klára viðskiptafræðina
í Háskóla Íslands fyrir 25 árum þá einokuðu
karlar nánast alla forstjórastóla í bænum.
Ekki nóg með það, líftími þeirra í starfi var
langur. Það þótti t.d. ekkert óeðlilegt við
að menn gegndu sama forstjórastarfinu í
yfir tuttugu ár. Okkur, hinum nýútskrifuðu
viðskiptafræðingum, fannst þetta ekki gott.
Þetta þýddi auðvitað bara eitt: að við ættum
minni möguleika á því að komast að.
EKKI BÆTTI ÚR SKÁK að mjög
margir þeirra sem útskrifuðust úr Viðskipta-
deildinni á árunum 1972 til 1975 höfðu verið
réttir menn, á réttum stöðum, á réttum
tíma - og komist í feitt. Hvaða var til ráða?
Það var raunar lítið annað að gera en bíta á
jaxlinn, bölva í hljóði og finna sér eitthvað
til dundurs. Því eins og bóndinn sagði: „Eitt-
hvað verða bændur að gjöra.“
LÍFTÍMI FORSTJÓRA er að sjálfsögðu
sígilt umræðuefni í hagfræðinni - sem og
hreyfanleiki vinnuafls. Það er hins vegar
afar sjaldgæft að líftími forstjóra sé mældur
í mánuðum, eins og gerst hefur í íslensku
viðskiptalífi síðustu daga. Forstjórar tveggja
af sjö stærstu fyrirtækjum landsins, Þórólfur
Árnason, forstjóri Icelandic Group, og Ragn-
hildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, hafa
fengið að reyna „skyndilegt brotthvarf“ eftir
aðeins um fimm til sjö mánuði í starfi.
Í TILVIKI ÞÓRÓLFS virðist sem nýir
eigendur Icelandic Group hafi ekki viljað
hafa hann sem kaftein í áhöfninni. Það
voru gömlu eigendurnir sem réðu hann og
það var þá þeirra að semja við hann um
starfslok. Þegar hraðinn er mikill og fyrir-
tæki skipta ört um eigendur getur allt gerst
gagnvart forstjórum. Starfsöryggi þeirra er
minnst allra.
UM BROTTHVARF RAGNHILDAR
Geirsdóttur er það að segja að mér finnst
flestum lítast illa á það - sem og á kaupin á
Sterling. Ótrúlega margir virðast ekki hafa
trú á kaupunum á þessu danska lággjalda-
flugfélagi fyrir um 15 milljarða. Þá hafa skýr-
ingarnar á brotthvarfi Ragnhildar einhvern
veginn verið rosalega hjákátlegar. „Sameig-
inleg“ ákvörðun, en „hún“ ákvað að hætta,
sagði nýi stjórnarformaðurinn í sjónvarpinu
og var engan veginn sannfærandi.
ENDA HVERNIG ÁTTI FÓLK að
gleypa þau rök að Ragnhildur hefði verið
alveg frábær sem framkvæmdastjóri hjá
Flugleiðum og gert allt mjög vel, setið m.a.
í stjórn fyrirtækisins, og verið fyrir vikið
hampað sem nýjum forstjóra FL Group fyrir
fimm mánuðum. En allt í einu: Hún ákvað
bara að hætta. Rétt sisvona. Enginn ágrein-
ingur. Svona skýringar eru alltof ódýrar. Það
er betra að nefna hlutina réttum nöfnum.
BROTTHVARF ÞÓRÓLFS OG RAGN-
HILDAR, forstjóra, tveggja af sjö stærstu
fyrirtækjum landsins, sýnir að það er ekkert
tryggt lengur. Það er allra veðra von þegar
skipt er ört um eigendur í fyrirtækjum. Það
er „ókyrrð í lofti“ fyrr en varir. Gleymum því
heldur aldrei að komi upp ágreiningur á milli
eiganda og forstjóra þá segir sig sjálft hvor
víkur. Það skyldi enginn efast um það.
ÞÓTT VIÐ Í VIÐSKIPTADEILDINNI
hefðum í den ekki verið sáttir við að for-
stjórar einokuðu stólana í tuttugu til þrjátíu
ár þá datt okkur auðvitað aldrei í hug að skil-
greina líftíma forstjóra stærstu fyrirtækja
landsins sem fjóra til fimm mánuði. En það
var þá - nú gengur klukkan hraðar.
Jón G. Hauksson
LÍFTÍMI FORSTJÓRA
21. október
Af Netinu (www.heimur.is)
16,0
Sigurjón
Þ. Árnason,
forstjóri
Lands-
bankans:
16
milljarða
hagnaður.
15,4
Bjarni
Ármansson,
forstjóri
Íslands-
banka:
15,4
milljarða
hagnaður.
34,5
Hreiðar Már
Sigurðsson,
forstjóri
Kaupþings
banka:
34,5
milljarða
hagnaður.