Frjáls verslun - 01.09.2005, Síða 53
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 53
Kaffi og konfekt Eftir góða sælkeramáltíð er nauðsynlegt að fá sér
gott kaffi og súkkulaði eða konfekt. Lavazza er uppáhaldskaffi Ítala
og mest selda kaffi þar í landi. Lindt er hágæða svissneskt súkkulaði
og frá Lindt koma m.a. Lindor, núggafylltu súkkulaðikúlurnar. Allt
fæst þetta að sjálfsögðu hjá Karli K. Karlssyni.
Vínflöskur í fallegum gjafaöskjum Punkturinn yfir i-ið er svo
úrvalið af gæðavínum sem sómir sér vel í jólagjafakörfunni. Má þar
nefna vín frá framleiðendum eins og Torres, Cordier, Gaja, Lois
Jadot, Domaine Laroche, Faustino, Bolla, KWV, Fetzer, Calitera,
Barton & Guestier og vín frá Bava-fjölskyldunni á Norður-Ítalíu.
Vínflöskurnar er að sjálfsögðu hægt að fá í fallegum gjafaöskjum
eða með sælkeramat í fallegum körfum. Viðskiptavinirnir ráða
algjörlega sjálfir hvað þeir velja saman í gjafakörfurnar en auk þess
er á boðstólum mjög fjölbreytt úrval af annars konar pakkninga. Að
lokum er farið með gjafirnar beint til viðkomandi. Auðveldara getur
það ekki verið.
Heimkynni Spiegelau kristalsins eru í smábænum Spiegelau hjarta í Bæjaraskógar, um 40 km norður af Passau, sem er á landa-
mærum Austurríkis og Þýskalands. Hrífandi umhverfið laðar að
sér mikinn fjölda ferðamanna, auk allra þeirra sem heimsækja
staðinn eingöngu út af glervörunum sem þar eru framleiddar. Gler-
framleiðsla í Spiegelau á sér langa sögu og eru til heimildir um
glerblásturinn allt fár árinu 1521. Í dag eru Spiegelau-glösin þekkt á
meðal fagmanna um allan heim vegna gæða og glæsileika. Vínkjall-
arameistarar (sommeliers) og aðrir vínsérfræðingar um allan heim
mæla sérstakleg með Spiegelau-glösunum á veitingastaði, hótel eða
til einkanota en lögun og tærleiki kristalsins kallar það besta fram
í víninu. Spiegelau-glösin fást hjá heildversluninni Karli K. Karlssyni
og í versluninni Duka í Kringlunni.
Spiegelau - glös fagurkerans