Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 59
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 59 Moskvu 1997-99 og svo fyrir tölvufyrirtæki hér í Englandi, ákvað hún að freista gæf- unnar í því sem hugurinn stóð til. „Ég þóttist sjá að það væri glufa á markaðnum fyrir skartgripi sem minntu á það sem Cartier og Bulgari eru með en á miklu viðráðanlegra verði.“ Það var á þennan markað sem Hendrikka stefndi þegar hún fór að þreifa fyrir sér. Hún hafði verið á Indlandi og byrjaði á að láta framleiða skartgripi þar. Fyrir tveimur árum var hún komin með línu nokkurra hluta sem hún fór að kynna. Auk þess að hanna sner- ist hún í öllu sjálf, sá um markaðssetningu og annað sem þurfti að gera, rétt eins og gjarnan gerist um þá sem hefja umsvif. Hún gerir lítið úr því að henni hafi tekist vel upp í að vekja athygli á skartgripunum en segist núna styðjast við almannatengslafyrirtæki. „Ég hef reynt að taka eitt skref í einu en fara ekki of hratt.“ Skýr sýn er nauðsynleg Skýr sýn á hvert stefnt sé er gott vegarnesti í viðskiptum og Hendrikka tekur undir að hún hafi frá byrjun haft skýra hugmynd um hvað hún ætlaði sér og hvert hún stefndi. „Ég hef trú á að það sé hægt að byggja upp alþjóðlegt vörumerki með því að skír- skota til Íslands rétt eins og Danir skírskota stöðugt til danskrar hönnunar jafnvel þó fyrirtækin séu ekki að gera neitt sem minni á þessa einföldu stílhreinu hönnun sem Danir eru frægir fyrir. Þeir eru líka snjallir í markaðssetningu, eiga sér auðvitað engin náttúruauðæfi en hafa í staðinn notað hug- vitið. Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert það sama.“ Þar sem Hendrikka stefnir á alþjóðlegan blæ í hönnuninni vaknar sú spurning hvort Ísland sem hugtak eigi eitthvert erindi í þann ramma sem hlutirnir eru kynntir í. „Já, þrátt fyrir þennan alþjóðlega blæ þá tengi ég þetta Íslandi eins og sögunni um barón- inn, til að ná dulúðinni og áhugaverðum sögum. En ég tengi hönnunina einnig mínu eigin lífi og stöðum sem ég hef búið á. Þannig er ég með rússneska línu sem er inn- blásin af rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Ég fór alltaf í sunnudagsmessu í kirkju við Rauða torgið meðan ég bjó þar. Ódýrari línan mín er undir Japönskum áhrifum þar sem einfaldleiki ræður ríkjum.“ Notar sögur til að kynna hönnunina Þar sem markaðssetning er þróað fag í Englandi eru ýmsar kenningar uppi um hvernig sé best að fara að. Ein er sú að „frá- sagnir“, „narratives“, séu til þess fallnar að setja hlutina í áhugavert samhengi sem um leið fái þá til að skera sig úr þeim flaumi sem á boðstólunum er. Hendrikka tekur undir að sögur séu nauðsynlegar í þessu samhengi. „Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að nota sögur til að koma hönn- uninni á framfæri. Því dýpri sem sagan er því áhugaverðari. Mér finnst líka gaman að þessar sögur tengist mínu lífi og kem þessu þannig frá mér þó tengslin þurfi ekki alltaf að vera ljós.“ Hendrikka leggur mikla áherslu á að hún hafi farið hægt af stað, með aðeins fáa hluti, og uppbyggingin heldur áfram, hægt og bít- andi. Einfalda línan sem hún byrjaði með, H&W, er með fimmtíu hluti og er framleidd í Kína en það er enskt fyrirtæki sem heldur L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R SKARTGRIPIR HENDRIKKU Silfur og gullhúðaðir hringir frá H&W. Demantahringur úr Baron línunni. Armbönd frá H&W. Demanta armbönd úr Baron línunni. Hringir úr Baron línunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.