Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 66
Áhugi einstaklinga jafnt sem fjárfesta á húsakaupum á suðausturströnd Spánar, allt frá Alicante suður til La Manga del Mar Menor, er mikill, enda er þetta ábatasöm fjárfesting auk þess sem loftslagið dregur Íslendinga til sín. Eignaumboðið, fasteignasala, Skúlagötu 32-34, hefur milligöngu um fasteignaviðskipti við spænska byggingarfyrirtækið Eurom- arina sem hefur yfir 30 ára reynslu í byggingu og sölu á öllum stærðum og gerðum fasteigna á þessum slóðum. „Euromarina er öflugt fyrirtæki með gott orðspor sem býður upp á heildarlausnir,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir hjá Eignaum- boðinu. „Í boði eru íbúðir, raðhús, parhús og einbýlishús, allt upp í 100 milljón kr. lúxuseignir með einkasundlaug og öllum þægindum, og hafa fjárfestar t.d. keypt fjölbýlishús og raðhúsa- lengjur á ýmsum byggingarstigum. Á Spáni má fá óverðtryggð lán, allt að 80% af kaupverði til allt að 25 ára, en vextir eru frá 2,95%. Fasteignaverð hefur hækkað um 5-15% á ári að undan- förnu og allt bendir til áframhaldandi hækkana svo þetta er góð ávöxtunarleið. Kaupi fjárfestar húsnæði á byggingarstigi og selji fullklárað verður verðmætaaukningin enn meiri.“ Góð staðsetning skiptir máli. Staðsetning nærri golfvelli og strönd eykur vinsældir og verðmæti eignanna sem og loftslagið sem gerist vart betra. Þegar við þetta bætist góð hönnun, frábær frágangur og fallegt umhverfi er ekki að undra að fasteignir Euromarina séu vinsælar. Fyrirtækið á mikið land sem það skipuleggur sjálft og allar framkvæmdir eru á þess vegum, enda ræður það yfir byggingaverkfræðingum, arkitektum, iðnaðar- mönnum og verkamönnum til allra verka. Þannig geta Eurom- arina og Eignaumboðið, sem unnið hefur í 8-9 ár að því að ná góðum samböndum á Spáni, klæðskerasniðið staðsetningu, húsnæði, lán og kaupsamninga að þörfum hvers og eins. Vandað raðhús á Spáni kostar jafnvirði meðalsumarbústaðar á Íslandi, en fjármögnunin er auðveldari. Þar við bætist að ódýrt er að lifa góðu lífi á Spáni og ódýrt flug býðst nú til Alicante sem gerir þetta enn auðveldara. Þessi tegund fjárfestingamöguleika höfðar til stöðugt breiðari hóps fólks á öllum aldri, bæði til að njóta og ávaxta fé sitt. Þeir sem fara til Spánar á vegum Eignaumboðsins gista á La Laguna, fjögurra stjörnu hóteli í eigu Euromarina við höfuð- stöðvar fyrirtækisins. Fulltrúar banka og yfirvalda koma á skrif- stofu Euromarina þegar gengið er frá viðskiptunum og Eigna- umboðið greiðir kaupendum 60 þús. kr. upp í ferðakostnað. Hjá Euromarina vinnur íslensk stúlka sem er Íslendingum innanhandar um alla hluti og er það kostur þar sem ekki tala allir spænsku. Kaupi menn húsnæði á byggingarstigi eru allar innborganir bankatryggðar. Fjöldi Íslendinga hefur nú þegar fest kaup á húsnæði hjá Euromarina fyrir milligöngu Eignaumboðsins. Flestir koma vegna þess að þeir hafa heyrt um góða þjónustu og vandaðar eignir frá einhverjum sem búnir eru að kaupa. Bendir það til að óskir og þarfir íslenskra neytenda á þessu sviði séu uppfylltar og eru það bestu meðmælin. Vextir á Spáni frá aðeins 2,95% en fasteignaverð hækkar um 5-15% á ári. Aðalheiður Karlsdóttir hjá Eignaumboðinu. Húseignir Euromarina á Spáni eru glæsilegar. TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL. Húsakaup á Spáni eru góð fjárfesting 66 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.