Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 72

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 SPÆNSKIR DAGAR Múhameð spámaður kom í heiminn í Mekka árið 570. Þeir sem vildu verða bandamenn hans urðu að snúast til múhameðstrúar, eða islam, og viðurkenna hann sem spámann. Eftir dauða hans árið 632 fjölgaði þeim hratt sem snerust til islam og á 7. öld flykkt- ust Arabar bæði í austur og vestur til að breiða út trú sína og stofnuðu ríki m.a. í Írak, Íran og Egyptalandi. Múhameðstrúarmenn voru ekki lengi að leggja Spán undir sig. Þeir gáfu þessu nýja héraði sínu nafnið „al-Andalus“. Á árunum 711-718 lögðu múhameðstrú- armenn undir sig næstum því allan Íberíu- skagann. Margir kristnir menn snerust til múhameðstrúar eftir landvinningana. Þeir fengu eftir það sama rétt og múhameðstrúar- menn og sumir skiptu um trú til að forðast skatta eða þrældóm. Arabísk menning var á háu stigi á þessum tíma. Múhameðstrúarmenn höfðu m.a. áhuga á vísindum og grískri heimspeki. Toledo, sem er lítil borg á hásléttunni í Castilla, varð mikilvæg í þessu tilliti. Þar voru þýdd mörg arabísk og grísk verk. Á 12. öld söfnuðust þýðendur saman í Toledo og þýddu bækur um stærðfræði, stjörnufræði, læknisfræði, gullgerðarlist, eðlisfræði og heimspeki en á meðal arabískra vísinda eru einmitt gullgerðarlist, lyfjafræði, eðlisfræði og læknisfræði. Menntamenn frá Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og fleiri löndum fóru til Spánar til að læra í arabískum skólum. Þar lærðu þeir arabísku eða þá að þeir einbeittu sér að þýðingum og auðvelduðu þar með útbreiðslu á arabískum vísindum í Evrópu. Arabar rannsökuðu beinagrindur apa frá Afríku og vegna rannsókna þeirra og kenn- inga varð mikil framför í meinafræði, eða sjúk- dómafræði, og lækningafræði. Þá má ekki gleyma arabískum áhrifum í byggingarlist. Frægust er höllin Alhambra (al-Hamra) í Granada sem var fullbyggð á 14. öld. Flestir sem skoða höllina muna eftir El Patio de los Leones - Húsagarði ljón- anna. Þess konar garður sem umkringdur er múrveggjum táknar paradís í hugum múhameðstrúarmanna. Þá er moskan í Córdoba (La Mezquita de Córdoba) annar mikilvægur minnis- varði um þetta tímabil. Í borginni er brú yfir ána Guadalquivir (al-wadi-l-kabir) sem múhameðstrúarmenn byggðu. Eftir að múhameðstrúarmenn misstu völd sín á Spáni létu prinsar og erkibiskupar byggja hallir í arabískum stíl. Arabar komu með pappír úr austrinu og fóru að nota hann í stað kálfskinns og pap- írus. Þetta varð til þess að útgáfa jókst og verð á bókum lækkaði. Landbúnaður dafnaði á tímum múhameðstrúarmannanna á Spáni. Þeir rækt- uðu m.a. olífutré, appelsínutré og sítrónutré. Þá komu þeir með nýjungar eins og hrísgrjón og eggaldinjurt. Einnig kynntust Spánverjar bómull í gegnum Arabana. Arabar réðu lögum og lofum í tæpar átta aldir eða til ársins 1492. Það er því ekki að undra að tæplega 4000 spænsk orð eru af arabískum uppruna, s.s. „arroz“ (hrísgrjón), „aduana“ (tollur), „alcalde“ (borgarstjóri) og „sandía“ (vatnsmelóna). Eftirfarandi ensk orð eru af arabískum upp- runa: „Algebra“, „alcohol“, „orange“, „sugar“, „lemon“ og „alchemy“. Nokkur íslensk orð eru af arabískum upp- runa. „Kaðall“ er komið af arabíska orðinu „kabli“, „basar“ og „magasín“ eru komin af arabísku orðunum „bazar“ og magazini“. Þá má nefna orðin „damask“, „satín“, „skar- lat“, „aprikósa“, „túlipani“, „kaffi“, „síróp“, „sykur“, „dívan“, „almanak“ og „sófi“. EIMSKIP með umsvif um allan heim ARABÍSK ÁHRIF El Patio de los Leones í Alhambra.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.