Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5
Y
firleitt eru það ekki meðmæli með nýrri kvikmynd að miklar
tafir hafi orðið á gerð hennar og frumsýningu hafi verið
frestað. Ein slík kvikmynd, sem orðið hefur þessum örlögum
að bráð, er The Weather Man, sem Gore Verbinski leikstýrir.
Hún átti samkvæmt plani að vera löngu tilbúin til sýningar, en tafir
af ýmsum orsökum hafa gert það að verkum að hún var ekki frum-
sýnd í Bandaríkjunum fyrr en í enda október mánaðar og hér á landi
verður hún frumsýnd 18. nóvember. Meðal þess sem orsakað hefur
töfina er að Gore Verbinski, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt
Pirates of the Caribbean: The Curse of a Black Pearl, er kominn á
kaf í undirbúning og tökur á tveimur framhaldsmyndum um sjóræn-
ingjana í Karíbahafi og búinn að missa áhugann á The Weather Man,
hefur kannski fundið fyrir því hann hefur ekki skilað góðu dagsverki
og lagt árar í bát.
Ef Verbinski hefur ekki lagt mikinn metnað í The Weather Man,
þá er ekki hægt að saka aðalleikarann, Nicolas Cage, um það sama.
Cage hefur á síðustu árum verið gagnrýndur af kollegum sínum og
fleirum fyrir að fara „auðveldu leiðina“ í Hollywood, taka að sér hlut-
verk sem víst er að gangi í augun á almenningi. Með The Weather
Man ætlaði Cage að sýna hvað í honum býr og að hann gæti leikið
hlutverk sem þyrfti mikla alúð við og að ekki mætti neitt út af bera
til að persónan yrði ekki óþolandi. Miðað við viðtökur hefur honum
ekki tekist ætlunarverk sitt og þarf að bíta á jaxlinn ef hann á ekki
að festast í færibandavinnu í Hollywood.
Cage hefur sýnt að hann er ágætur leikari (Wild at Heart, 1991,
Red Rock West, 1992, Leaving Las Vegas, 1995), en það þarf að fara
nokkuð langt aftur í tímann til að sjá hann takast á við erfið hlutverk
með góðum árangri.
Ekki allt sem sýnist Veðurfréttamaðurinn David Spritz, í The
Weather Man, virðist á sjónvarpsskjánum og í samtölum við annað
fólk hafa fulla stjórn á því sem hann er að gera. Hann er ófyrirleitinn,
gerir oft lítið úr áhorfendum sínum og tekur áhættu sem aðrir þora
ekki. Hann er ekkert sérlega vel liðinn af áhorfendum, sem hafa
margir hverjir myndað ástar/haturssamband við hann, en Spritz selur
og hefur mikið áhorf.
Spritz starfar á innanborgarstöð í Chicago, borg sem hefur viður-
nefnið „Windy City“, þannig að oftast hefur Spritz úr nógu að moða
í veðurspám sínum. Þegar morgunþáttarstjórnandi hjá einni af stóru
sjónvarpsstöðvunum býður honum að koma í prufu og ef vel tekst til
þá að lýsa veðri á landsvísu, þá sér Spritz sína sæng uppreidda. Slíkt
starf myndi veita honum þá viðurkenningu sem hann þarfnast.
Það er nú samt svo að ekki er allt sem sýnist í lífi David Spritz,
þó ekki verði annað séð á sjónvarpsskjánum. Hann á í mesta basli í
einkalífinu og getur á engan hátt tekist á við vandamálin. Eiginkonan,
Noreen (Hope Davis) hefur yfirgefið hann vegna sambúðarerfiðleika
og tekið tvö börn þeirra með sér. Hann vill fá þau aftur, en ekkert
í fari hans bendir til þess að hann vilji eða geti komið til móts við
KVIKMYNDIR
TEXTI: HILMAR KARLSSON
VEÐURFRÉTTAMAÐURINN
NICOLAS CAGE SPÁIR FYRIR VEÐRI
Í HINNI VINDASÖMU BORG, CHICAGO
Nicolas Cage leikur veðurfréttamanninn David Spritz, sem gengur vel
í starfi en á í miklum erfiðleikum í einkalífinu.