Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 11

Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 11
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 11 FRÉTTIR Vaskur hópur í Mexíkó Þ essi skörulegi hópur kvenna í atvinnurekstri og stjórn- málum sótti ráðstefnuna Global Summit of Women í Mexíkóborg dagana 23. - 25. júní. ,,Þetta var í fimmtánda skiptið sem ráðstefnan var haldin en til- gangur hennar og markmið er að efla konur og efla efnahagsleg völd kvenna. „Tæplega þúsund konur frá öllum heimshornum sóttu þessa ráðstefnu, bæði úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni,“ segir Jónína Bjartmarz alþingis- kona en hún sat í alþjóðlegri undir- búningsstjórn ráðstefnunnar. ,,Ég sótti fyrst ráðstefnuna árið 2001 en þá var verið að kynna viðskiptamöguleika á Asíumarkaði. Við vorum þá afar fáar konurnar frá Evrópu á ráð- stefnunni og ég sú eina sem var frá Norðurlöndunum en flestar voru þær frá Asíu og Afríku. Ég áleit að ráðstefnan gæti leitt til viðskiptatækifæra fyrir íslenskar konur og sú hefur orðið raunin. Íslenskar sendinefndir hafa tví- vegis farið á ráðstefnuna, með dyggri aðstoð utanríkisráðu- neytisins og útflutningsráðs, til Spánar árið 2002 og til Kóreu í fyrra. Í ár fór fyrir nefndinni viðskipta- og iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir. Hún flutti erindi á ráðstefnunni og fundaði með kvenráðherrum víðs vegar að úr heiminum, þar sem þær báru saman bækur sínar um stöðu kvenna í ólíkum heimshlutum. Í hópnum sem tók þátt í ráðstefnunni voru átta konur í Félagi kvenna í atvinnurekstri, fulltrúi frá útflutningsráði, auk mín og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingkonu. Íslenska sendinefndin vakti nú eins og áður gífurlega athygli og góður undirbúningur skilaði sér þegar á ráðstefnuna var komið. Við höfðum undirbúið fjölda viðskiptafunda, sýningarbásinn okkar þótti glæsilegur sem og bæklingurinn um sendinefndina. Þetta var því ekki síður góð landkynning fyrir Ísland.“ Í viðskiptasendinefndinni sem kannaði tækifæri og möguleika á frekari fjárfestingum íslenskra fyrirtækja í Mexíkó voru m.a. þeir Óli Valur Steindórsson frá fyrirtækinu Atlantis og Vilhjálmur Guðmundsson frá útflutningsráði. Valkyrjunum fannst ótækt annað en að þeir væru með á myndinni þrátt fyrir að þeir féllu, strangt til tekið, ekki inn í mengi kven- kynsins! Mexíkófararnir, efri röð frá vinstri: Ásta R. Jóhannesdóttir alþingiskona, Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Útflutningsráði Íslands, Jónína Bjartmarz alþingiskona, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga keramik gall- erí, Hansína B. Einarsdóttir, Hótel Glymur, Kristín Karlsdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Miðröð frá vinstri: Hulda Kristinsdóttir, Gluggasmiðjan/Hulda Designs, Jakobína Sigurðardóttir, Nóra, Edda Sverrisdóttir, Flex, Guðrún Magnúsdóttir, Bergís ehf., Aðalheiður Karlsdóttir, Provida ehf. Neðsta röð frá vinstri: Óli Valur Steindórsson frá fyrirtækinu Atlantis og Vilhjálmur Guðmundsson frá Útflutningsráði. Jónína Bjartmarz alþingiskona sat í alþjóðlegri undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.