Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 19
7. júní
KARL WERNERSSON HEFUR TÖGL OG HAGLDIR
D A G B Ó K I N
Karl Wernersson og systkini hans
hafa tögl og hagldir í Íslands-
banka þrátt fyrir að Burðarás hafi
keypti 4,11% hlut Steinunnar
Jónsdóttur fyrir um 7,4 milljarða
króna í byrjun júní. Nokkrum
dögum áður hafði Jón Helgi selt
helming síns hlutar, eða 1,78%,
til Bjarna Ármannssonar, forstjóra
Íslandsbanka, Einars Sveins-
sonar, formanns bankastjórnar
Íslandsbanka, og nokkurra fram-
kvæmdastjóra bankans. Það var
svo í síðustu viku sem Jón Helgi
seldi Karli Wernerssyni afganginn
af bréfum sínum í Íslandsbanka
og þar með var ljóst að Karl væri
að styrkja stöðu sína enn frekar
innan bankans.
Átökin um yfirráð yfir Íslands-
banka hafa snúist um þrjá
kosti: Sá fyrsti; að núverandi
meirihluti stýri bankanum áfram.
Annar; að Straumur nái meiri-
hluta með Karli Wernerssyni og
systkinum og sameini Straum
og Íslandsbanka. Sá þriðji; að
Karl Wernersson og systkini, Jón
Ásgeir Jóhannesson og Hannes
Smárason stofni eignarhaldsfélag
og kaupi hlut
Straums í
Íslands-
banka
og nái þar með yfirráðum yfir
bankanum. Það var einmitt leiðin
sem Karl kynnti fyrir samherjum
sínum í bankaráði Íslandsbanka
í byrjun júní og varð til þess að
þau feðgin Jón Helgi Guðmunds-
son og Steinunn Jónsdóttir seldu
hluti sína í bankanum. Steinunn
er fyrrverandi eiginkona Hannesar
Smárasonar.
Langflestir veðja á að Karl
Wernersson haldi sínu striki og
stofni eignarhaldsfélagið með
þeim Jóni Ásgeiri og Hannesi
- og setji 67% hlut sinn í Sjóvá-
Almennum inn í það félag, og
verði með meirihluta í því, 51%.
Það er athyglisvert að flestir
eru núna efins um að þetta
eignarhaldsfélag kaupi
hlut Straums,
vegna þess að
annars væri
búið að því.
Þetta var
allt saman
klappað
og klárt í
byrjun júní þegar málið var kynnt.
Karl, Jón Ásgeir og Þórður Már
Jóhannesson, forstjóri Straums,
voru búnir að ná samkomulagi
um sölu Straums á hlutnum
í Íslandsbanka. Haft er hins
vegar fyrir víst að andstaða hafi
verið söluna innan hluthafahóps
Straums, þ.e. af hálfu Burðaráss
og Landsbankans. Því fór sem fór
og breytti sala Steinunnar á hlut
sínum í Íslandsbanka til Burðar-
áss þar engu um, eins og fullyrt
var í sumum fjölmiðlum.
En er þá núverandi meirihluti
í Íslandsbanka að falla? Það er
nú það. Það þyrfti ekki að vera
- og alls ekki ef ekkert verður úr
kaupum hins umrædda eignar-
haldsfélags á bréfum Straums.
Þetta veltur allt á því hversu
stóran hlut eignarhaldsfélag
Karls, Jóns Ásgeirs og Hannesar
eignast í Íslandsbanka - og hvort
það þurfi á einhverjum öðrum að
halda til að mynda meirihlutann.
Meirihlutinn er fallinn ef eignar-
haldsfélagið færi í að kaupa hlut
Straums. Hann héldi hins vegar
velli, að vísu nokkuð breyttur,
ákveði Karl að vinna áfram með
því bandalagi sem hann hefur
verið í að undanförnu í Íslands-
banka, þ.e. Einari Sveinssyni og
Jóni Snorrasyni. Hið skondna
væri að tveir nýir menn, Jón
Ásgeir Jóhannesson og Hannes
Smárason, teldust þá til þess
breytta meirihluta.
Hvernig sem þetta fer allt
saman er eitt ljóst; Karl Wern-
ersson og systkini hafa tögl og
hagldir í Íslandsbanka. Flóknara
er það nú ekki.
Steinunn Jónsdóttir á hluthafafundi Íslandsbanka sl. haust með stjórnarmönnunum Róberti Melax (til
vinstri), Karli Wernerssyni og Einari Sveinssyni - sem og Bjarna Ármannssyni bankastjóra.
Jón Ásgeir Jóhannesson og
Hannes Smárason. Flestir veðja
á að Karl Wernersson haldi sínu
striki með þeim og stofni hið
margumtalaða eignarhaldsfélag
sem verði kjölfestufjárfestirinn í
Íslandsbanka.
Hvað gerir Karl
Wernersson?
Hann hefur stjórn
bankans í hendi sér.
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 19