Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 19
7. júní KARL WERNERSSON HEFUR TÖGL OG HAGLDIR D A G B Ó K I N Karl Wernersson og systkini hans hafa tögl og hagldir í Íslands- banka þrátt fyrir að Burðarás hafi keypti 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur fyrir um 7,4 milljarða króna í byrjun júní. Nokkrum dögum áður hafði Jón Helgi selt helming síns hlutar, eða 1,78%, til Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, Einars Sveins- sonar, formanns bankastjórnar Íslandsbanka, og nokkurra fram- kvæmdastjóra bankans. Það var svo í síðustu viku sem Jón Helgi seldi Karli Wernerssyni afganginn af bréfum sínum í Íslandsbanka og þar með var ljóst að Karl væri að styrkja stöðu sína enn frekar innan bankans. Átökin um yfirráð yfir Íslands- banka hafa snúist um þrjá kosti: Sá fyrsti; að núverandi meirihluti stýri bankanum áfram. Annar; að Straumur nái meiri- hluta með Karli Wernerssyni og systkinum og sameini Straum og Íslandsbanka. Sá þriðji; að Karl Wernersson og systkini, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason stofni eignarhaldsfélag og kaupi hlut Straums í Íslands- banka og nái þar með yfirráðum yfir bankanum. Það var einmitt leiðin sem Karl kynnti fyrir samherjum sínum í bankaráði Íslandsbanka í byrjun júní og varð til þess að þau feðgin Jón Helgi Guðmunds- son og Steinunn Jónsdóttir seldu hluti sína í bankanum. Steinunn er fyrrverandi eiginkona Hannesar Smárasonar. Langflestir veðja á að Karl Wernersson haldi sínu striki og stofni eignarhaldsfélagið með þeim Jóni Ásgeiri og Hannesi - og setji 67% hlut sinn í Sjóvá- Almennum inn í það félag, og verði með meirihluta í því, 51%. Það er athyglisvert að flestir eru núna efins um að þetta eignarhaldsfélag kaupi hlut Straums, vegna þess að annars væri búið að því. Þetta var allt saman klappað og klárt í byrjun júní þegar málið var kynnt. Karl, Jón Ásgeir og Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, voru búnir að ná samkomulagi um sölu Straums á hlutnum í Íslandsbanka. Haft er hins vegar fyrir víst að andstaða hafi verið söluna innan hluthafahóps Straums, þ.e. af hálfu Burðaráss og Landsbankans. Því fór sem fór og breytti sala Steinunnar á hlut sínum í Íslandsbanka til Burðar- áss þar engu um, eins og fullyrt var í sumum fjölmiðlum. En er þá núverandi meirihluti í Íslandsbanka að falla? Það er nú það. Það þyrfti ekki að vera - og alls ekki ef ekkert verður úr kaupum hins umrædda eignar- haldsfélags á bréfum Straums. Þetta veltur allt á því hversu stóran hlut eignarhaldsfélag Karls, Jóns Ásgeirs og Hannesar eignast í Íslandsbanka - og hvort það þurfi á einhverjum öðrum að halda til að mynda meirihlutann. Meirihlutinn er fallinn ef eignar- haldsfélagið færi í að kaupa hlut Straums. Hann héldi hins vegar velli, að vísu nokkuð breyttur, ákveði Karl að vinna áfram með því bandalagi sem hann hefur verið í að undanförnu í Íslands- banka, þ.e. Einari Sveinssyni og Jóni Snorrasyni. Hið skondna væri að tveir nýir menn, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason, teldust þá til þess breytta meirihluta. Hvernig sem þetta fer allt saman er eitt ljóst; Karl Wern- ersson og systkini hafa tögl og hagldir í Íslandsbanka. Flóknara er það nú ekki. Steinunn Jónsdóttir á hluthafafundi Íslandsbanka sl. haust með stjórnarmönnunum Róberti Melax (til vinstri), Karli Wernerssyni og Einari Sveinssyni - sem og Bjarna Ármannssyni bankastjóra. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Flestir veðja á að Karl Wernersson haldi sínu striki með þeim og stofni hið margumtalaða eignarhaldsfélag sem verði kjölfestufjárfestirinn í Íslandsbanka. Hvað gerir Karl Wernersson? Hann hefur stjórn bankans í hendi sér. F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.