Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 61
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 61
H V E R N I G A U K A M Á H L U T K V E N N A
EINAR SVEINSSON
Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka.
„Í þessu efni þarf fyrst og fremst að horfa til þess að
aðstæður og viðhorf í samfélaginu hafa breyst. Fleiri
konur búa yfir haldgóðri menntun sem gefur þeim tæki-
færi til að sinna krefjandi starfi og karlmenn eru ekki
síður orðnir ábyrgir fyrir heimili og fjölskyldunni. Konum
eru æ oftar falin stjórnunarstörf innan
fyrirtækja og margar sitja í stjórnum,
en hvernig í þær velst er ævinlega
endurspeglun á eigendahópnum.
Jarðvegurinn er til staðar en konur
þurfa hvatningu til að sækja fram í
atvinnulífinu og eftir því þurfum við að
starfa. Félög eins og Félag kvenna
í atvinnurekstri eru mikilvæg í því
efni, þar sem konur fá hvatningu sem
og aðgang að reynslu annarra í sömu sporum. Það er
enginn vafi á því að konum mun fjölga í stjórnum, slíkt
tekur þó alltaf tíma þó svo að flestir vildu sjá þessa
þróun gerast með öðrum hraða.“
INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON
Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Hvatning og rétt skilyrði
Fyrir það fyrsta þá þarf að skapa almenn skilyrði til þess,
að bæði kyn geti tekið fullan þátt í atvinnulífinu. Samfé-
lagshefðin er býsna sterk varðandi verkaskiptingu karla
og kvenna í heimilishaldi, og er óhætt að fullyrða að hlutur
kvenna í barnauppeldi hafi verið mun meiri í gegnum tíðina
þótt nokkur breyting hafi orðið þar á síðari ár. Því er mikil-
vægt að stofnanir samfélagsins, sem koma að ummönnun
og uppfræðslu barna og unglinga, svo sem leikskólar,
grunnskólar, tónlistarskólar og íþrótta- og æskulýðsfélög,
séu skipulögð með þarfir fjölskyldna
í huga, þannig að foreldrar af báðum
kynjum geti almennt tekið virkan
þátt í atvinnulífinu. Í því efni þarf að
huga að sveigjanleika í starfi og opn-
unartíma, eftir því sem kostur er.
Einnig vil ég nefna, að mér virðist
sem margar konur hafi almennt
annað gildismat en margur karlinn
- og leggi meira upp úr ýmsum öðrum þáttum til lífsfyllingar
en ná má fram í stjórnunarstörfum. Því tel ég að hvetja
þurfi konur í vaxandi mæli til þess að sækja um lausar
stjórnunarstöður og ganga þurfi sérstaklega fram í því að
leita til þeirra um að taka slíkar stöður að sér, ef von á að
verða til þess að þeim fjölgi enn frekar í stjórnunarstörfum.
„Mér virðist sem
margar konur
hafi almennt ann-
að gildismat en
margur karlinn.“
Konur þurfa hvatningu
„Margar konur
sitja í stjórnum,
en hvernig í þær
velst er ævin-
lega endurspegl-
un á eigenda-
hópnum.“