Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 fylgir áhætta. Þar sem samheldni liðsheild- arinnar og traust skiptir máli mun fjölgun kvenna að líkindum koma róti á málin. Ekki svo að skilja að þeir sem skipa stjórnir vantreysti konum, en sú stærð sem ekki er þekkt skapar áhættu og jafnvel óþæg- indi. Ennfremur má leiða að því líkur að einhverjir muni bera skertan hlut frá borði eins og oft vill verða við breytingar og ekki annað en eðlilegt að menn vilji standa vörð um sinn hlut. Ef til vill er þessi þáttur sá sem erfiðast er að takast á við, meðal annars vegna þess að það er erfitt að setja hann í orð. Það er þó mikilvægt að gleyma ekki að umróti og breytingum fylgja líka tækifæri sem ekki voru sýnileg áður, þó að þau tækifæri sýni sig ef til vill ekki án óþæginda. Hvers vegna ætti að fjölga konum í stjórnum? Eðlilegt er að velta upp þeirri spurningu hvers vegna fjölgun kvenna í stjórnum sé mikilvægt eða aðkallandi málefni. Ýmsir hafa bent á að jafnrétti á vinnumarkaði verði ekki náð nema hlutur kvenna í æðstu stjórn- unar- og valdastöðum verði réttur af. Enn- fremur hafa komið fram þau sjónarmið að í lýðræðisþjóðfélagi eigi tækifæri til valda og metorða að vera jöfn sem ætti að skila sér í jöfnu hlutskipti í æðstu stjórnunarstöðum. Þeir sem eru á öndverðum meiði telja jafn- réttissjónarmiðið ekki eiga rétt á sér þar sem hæfari einstaklingar gætu þurft að lúta í lægra haldi þegar velja skuli einstakling til ábyrgðarstarfa, og í raun sé eina réttláta aðferðin sú að hæfni skuli ráða. Að hluta til hefur umræðan um jafnrétti þó vikið fyrir þeim sjónarmiðum að það séu bæði mark- aðslegir, árangurs- og afkomutengdir þættir sem séu bestu rökin fyrir því að fjölga eigi konum í stjórnum og stjórnunarstöðum. Fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs Í seinni tíð hafa þau sjónarmið átt vaxandi fylgi að fagna að aukin fjölbreytni bæði í stjórnunarstörfum og liðsheildum skili betri árangri. Heimur viðskiptanna er að breyt- ast, hraði og flækjustig að aukast og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Ólík þekking, reynsla og hæfni getur samanlagt leitt til betri ákvarðanatöku. Talsmenn þessara sjónarmiða benda meðal annars á að fæð kvenna í stjórnum geri það að verkum að stjórnir verði almennt einsleitari. Með því að fjölga konum má auka fjölbreytileika stjórna og þar með bæta árangur. Betri skilningur á markaðinum Bent hefur verið á að viðskiptavinir margra fyrirtækja séu að stórum hluta konur, kaup- máttur kvenna hafi vaxið og konur taki stærstan hluta af daglegum kaupákvörð- unum. Þess vegna muni þátttaka kvenna á efri stjórnunarstigum leiða til ákvörðunar- töku sem byggir á betri skilningi á þörfum og eðli markaðarins. Að auki eru starfsmenn fyrirtækja í vaxandi mæli kvenkyns og því geti fjölgun kvenna á æðstu stöðum leitt til þess að ákvarðanir séu líklegri til að taka mið af hagsmunum starfskvenna og þannig skilað fyrirtækinu betri árangri. Fyrirtæki mega ekki við því að vannýta hæfni og krafta kvenna Eins og fram hefur komið hafa konur í háskólanámi á Íslandi verið fleiri en karlar í 21 ár og eru í dag um 2/3 hluti háskólanema. Þessi þróun, sem er ekki ólík þróuninni í löndunum í kring um okkur, getur ekki leitt til annars en að menntunarstig kvenna verður í náinni framtíð hærra en menntun- arstig karla. Konur eru nálægt helmingi alls vinnuafls í landinu. Fyrirtæki hafa einfald- lega ekki efni á því að líta fram hjá mikilvægi þess að nýta allan þann mannauð sem í boði er. Ef konur, einhverra hluta vegna, veljast síður til stjórnunarstarfa eða velja sér síður stjórnunarstörf er ljóst að fyrirtæki fara á mis við þekkingu þeirra og krafta. Fjölgun kvenna í stjórnum er því ekki einungis tæki- færi fyrir konur heldur tækifæri fyrirtækja til að efla forystusveit sína, sem og til að senda skilaboð til annarra kvenna innan fyrirtækis- ins um að þar séu kraftar þeirra og þekking eftirsótt og metin að verðleikum. Fleiri konur - betri afkoma Sýnt hefur verið fram á að fyrirtæki sem setja framgang kvenna á dagskrá nái betri árangri og skili betri afkomu. Rannsóknir Cranfield University á 100 stærstu fyrir- tækjum FTSE í Bretlandi og rannsóknir Catalyst í Bandaríkjunum benda sterklega til þess að það að tengsl séu milli afkomu fyrir- tækja og fjölda kvenna í stjórnum. Þrátt fyrir þessar vísbendingar hefur ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi milli þessara þátta, og í raun er hægt að deila um hvort það sé aukinn fjöldi kvenna sem gerir fyrirtækin að betri fyrirtækjum eða hvort að framsýn og árangursdrifin fyrirtæki sjái frekar ástæðu til að opna augun fyrir hæfileikaríkum konum. Að líkindum eru það þó báðir þessir þættir sem í sameiningu gefa þessum fyrirtækjum þann byr sem skilar sér í betri afkomu. Er aðgerða þörf? Þeir eru margir sem telja að breytingar muni gerast af sjálfu sér, konur séu nú allar að koma til og í raun að sækja fram á ýmsum sviðum, og vitaskuld kann hér að eiga við máltækið um að góðir hlutir gerist hægt. Hins vegar er málið flóknara en svo að hægt sé að setja það upp með þeim hætti að þegar konur séu búnar að ná hinu og þessu takmarkinu verði málið leyst. Það að staðan jafnist „þegar konur eru búnar að ná körlum“, felur í sér þá ótvíræðu skilgrein- ingu að það að hafa það sem karlar hafa sé réttara og betra. Það er hins vegar allsendis óvíst að konur hafi yfir höfuð áhuga á „að ná körlum“ og þaðan af síður víst að í því felist einhver sérstakur ávinningur fyrir viðskipta- lífið eða þjóðfélagið að allir hegði sér eins og karlar. Viðskiptalífið þarf á fjölbreyttum eig- inleikum að halda, við þurfum á hæfileikum og gildismati beggja kynja að halda. Þess vegna þarf að byggja brúna báðum megin frá og grípa til viðeigandi aðgerða ef hlutirnir eiga að breytast. K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A Konur virðast með einhverjum hætti „ósýnilegar“ þeim sem velja í stjórnir eða hafa áhrif á stjórnarsetu. Sýnt hefur verið fram á að fyrirtæki sem setja framgang kvenna á dagskrá nái betri árangri og skili betri afkomu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.