Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 71
Mi›gildi heildarlaunatekna vi›skipta- og hagfræ›inga í febrúar 2005 var 460 þúsund kr.
Heildarlaun hafa hækka› um 5,75% frá 2003, e›a um tæp 3% á ári. Hækkun á mi›gildi
launa er mun minni nú en fyrir tveimur árum þegar laun höf›u hækka› um 13,9% og
fyrir fjórum árum þegar laun höf›u hækka› um rúm 19% á tveggja ára tímabili. Me›altal
heildarmána›arlauna vi›skipta- og hagfræ›inga er tæplega 519 þúsund kr. nú en var
rúmlega 475 þúsund kr. ári› 2003.
Þegar launamunur
kynjanna í FVH er svo
leiðréttur með tilliti
til menntunar, starfs,
atvinnugreinar, aldurs,
vinnuframlags, manna-
forráða og starfsaldurs
er kynbundinn launa-
munur hjá viðskipta- og
hagfræðingum nú 7,6%
en var 6,8% árið 2003.
L A U N A M U N U R K Y N J A N N A
Flestar athuganir, sem gerðar hafa verið hérlendis á atvinnutekjum karla og kvenna, benda til þess að þar dragi
saman. Enn er munurinn þó verulegur og
þegar tekið er tillit til vinnutímaþróunarinnar
þá er óvíst að breytingin hafi verið mikil.
Auðvitað er unnt að minnka eða eyða
launamun kynjanna. Hann er mannanna
verk en ekki náttúrulögmál. Að auki segj-
ast allir vera á móti launamuninum og því
ætti verkið að vera öllum kært. Það er
alveg ljóst að verulegur hluti hins almenna
launamunar stafar af mislöngum vinnutíma
kynjanna. Sá munur á sér á hinn bóginn
að mestu leyti skýringu í mismunandi fjöl-
skylduábyrgð karla og kvenna þar sem enn
er mjög ríkt í samfélaginu að líta á karlinn
sem meginfyrirvinnu hverrar fjölskyldu en
konuna sem þann aðila sem ábyrgð beri á
börnunum og umhyggjunni. Hvort tveggja
er hins vegar að breytast. Á um fimmtungi
íslenskra heimila er konan tekjuhærri en
karlinn.
Það er vafalítið ekki meðvituð stefna
fyrirtækja almennt að mismuna konum og
körlum hvorki varðandi laun né annað. Væru
allir á taxtalaunum hyrfi stór hluti launamun-
arins að teknu tilliti til vinnutíma. En svo
er ekki og flestar athuganir sýna að karlar
fá mun meira en konur þegar kemur að yfir-
borgunum og fríðindum.
Að því gefnu að mismununin sé ómeð-
vituð og að því líka gefnu að eigendur og
stjórnendur fyrirtækja vilji útrýma launamun-
inum er skynsamlegasta leiðin að setja sér
jafnréttisáætlun, skoða innviði fyrirtækisins
og setja skýr breytingamarkmið þar sem
í ljós kemur að eitthvað er athugunarvert.
Slíkt mun ekki aðeins hafa jákvæð áhrif á
framleiðni og ánægju starfsmanna, það mun
líka verða fyrirtækinu til framdráttar í sam-
félaginu í heild því allar kannanir sýna að
Íslendingar eru því mjög hlynntir að staða
og möguleikar kynjanna séu jafnaðir.“
Ingólfur V. Gíslason: „Á fimmtungi íslenskra
heimila er konan tekjuhærri en karlinn.“
INGÓLFUR V. GÍSLASON, SVIÐSSTJÓRI Á JAFNRÉTTISSTOFU:
Launamunur er mannanna verk
1997 1999 2001 2003 2005
Alls Karlar Konur
280
320
382
455
460
285
350
405
470
517
211
253
333 360
399
800
600
400
200
0
Þ
ús
un
di
r k
ró
na
Miðgildi heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga á mánuði
Úr kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH