Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 76

Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Þ að er öllum mikilvægt sem vilja ná árangri í vinnu að hafa sjálfstraust. Vinnuumhverfi er breytingum háð og getur lítið sjálfstraust dregið úr hæfni starfsmanns til að takast á við þær og jafnvel haldið aftur af honum. Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur hjá geðdeild Landspítala - háskólasjúkra- húss og stundakennari við sálfræðiskor Háskóla Íslands hefur látið sig varða sjálfstraust einstaklinga á vinnustöðum með fyrirlestrum, námskeiðum og einstaklingsráðgjöf. Áður en hún tók við starfi sínu hjá LSH var hún ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Í viðtali segir Linda Bára að það sé aldrei ofmetið hversu mikil- vægt sjálfstraust er fyrir einstakling á vinnumarkaðinum í dag: „Hrað- inn í atvinnulífinu hefur aukist og breytingar eru orðnar daglegt brauð. Jafnframt hefur menntunar- stig hækkað, margar stöður sem kröfðust stúdents- próf áður fyrr eru mannaðar af háskólamenntuðu fólki í dag. Starfsmaður sem á erfitt með að aðlagast breytingum getur auðveldlega orðið óöruggur og setið eftir. Ástæðan fyrir því getur verið skortur á sjálfstrausti en jafnframt geta breytingarnar sjálfar dregið úr sjálfstrausti starfsmannsins. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að stjórnendur eru einnig undir miklu álagi og eiga oft á tíðum erfitt með að finna tíma til að sinna starfsmönnum sínum, veita þeim nægjanlegar upplýsingar og upp- byggilega endurgjöf. Starfsmenn upplifa því oft að þeim sé ekki nógu vel sinnt, sérstaklega í umróti eins og verður oft við breytingar. Starfsmenn, sérstaklega þeir sem hafa langan starfsaldur og mikla reynslu, finnst jafnvel að þeim hafi verið haldið fyrir utan ákvarðanir um þeirra störf í breytingaferlinu og getur það ýtt enn frekar undir óöryggi þeirra.“ Linda Bára segir að í vinnuumhverfi nútímans skipti miklu máli að starfsmenn séu opnir og jákvæðir gagnvart breytingum og sjálfs- traust spili þar stórt hlutverk: „Einstaklingur sem hefur lítið sjálfs- traust verður auðveldlega óöruggur um eigin stöðu í breytingum og getur þess vegna. sýnt henni andstöðu. Stjórnendur vilja eðlilega ekki mæta andstöðu. Þeir vilja hafa starfsmann sem er tilbúinn til að takast á við breytingar. Þeir taka eftir þeim starfsmönnum og umbuna þeim jafnvel fyrir að vera þeim samstíga.“ Hugsun skiptir máli „Ég hef komið inn á marga vinnustaði þar sem hópur starfsfólks hræðist af einhverjum ástæðum breytingar, er óöruggur og er jafnvel farinn að vinna gegn breytingum. Stjórn- endur skilja oft á tíðum ekki að þetta getur stafað af óöryggi og fyllast óþolinmæði og jafnvel pirringi. Þetta túlka starfsmenn svo sem höfnun og getur það leitt til þess að jafnvel reynslumiklir og hæfir starfsmenn missi sjálfstraustið. Þeir fara í vörn og sýna breyt- ingum enn meiri andstöðu. Starfsmönnum finnst ekki þægilegt að vera í þessum aðstæðum, þeir hugsa orðið mjög neikvætt, líður illa og það dregur úr hæfni þeirra til að sinna starfi sínu vel. Mikilvægt er að benda á að hugsun getur haft bein áhrif bæði á líðan og hegðun starfsmanna. Jákvæð hugsun bætir líðan og eykur árangurs- ríka hegðun. Neikvæð hugsun veldur vanlíðan og dregur úr árangursríkri hegðun. Þetta er sama lögmál og er í íþróttum, leikmaður sem fer inn á völlinn með það í huga að ógjörningur sé að vinna leikinn er ekki líklegur til að spila vel. Það að spila ekki vel dregur úr árangri liðsins og leikmaður hugsar; sagði ég ekki, ég hafði rétt fyrir mér. Þannig getur þetta orðið neikvæður vítahringur sem erfitt er að brjóta.“ Fyrirtæki getur umbreyst á einu ári Linda Bára er spurð hvort nýir starfsmenn missi ekki einnig sjálfstraust þegar ætlast er til of mikils af þeim og þeir fái erfiðari verkefni upp í hendurnar en þeir reiknuðu með. „Jú, það getur verið tilfellið. Hraðinn er mikill, breyt- ingar örar og oft lítill tími til að setja nýja starfsmenn vel inn í störf. Í dag geta fyrirtæki auðveldlega umbreyst á einu ári, til dæmis með samruna. Það er mín tilfinning að oft séu kröfur vinnumarkaðarins orðnar meiri en margir ráða við. En að sjálfsögðu er þetta einstak- lingsbundið. Margir starfsmenn, gamlir sem ungir, eru að standa sig mjög vel í starfi og þar spilar sjálfstraust eflaust stóran þátt. Breytingar geta valdið því að starfsfólk missir sjálfstraust TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Í dag geta fyrirtæki auðveldlega umbreyst á einu ári, til dæmis með samruna. Það er mín tilfinning að oft séu kröfur vinnumarkaðar- ins orðnar meiri en margir ráða við. LINDA BÁRA LÝÐSDÓTTIR, SÁLFRÆÐINGUR SJÁLFSTRAUST M I K I L V Æ G I S J Á L F S T R A U S T S
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.