Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Á
annað þúsund kvenna tók þátt í
námskeiðum sem haldin voru í
tengslum við verkefnið Auður í
krafti kvenna sem stóð í þrjú ár.
Auk kvennanna sem tóku beinan þátt í
verkefninu komu þúsundir ungra stúlkna í
heimsókn í vinnuna með mæðrum sínum og
fjöldi kvenna kom að afhendingum AUÐAR-
verðlaunanna sem veitt voru konum sem
sýndu sérstakt frumkvæði í nýsköpun eða
atvinnusköpun.
Þrátt fyrir þennan frábæra árangur eiga
örugglega mörg fyrirtæki til viðbótar eftir
að líta dagsins ljós undir stjórn kvenna sem
tóku þátt í starfinu.
Átaksverkefnið AUÐUR í krafti kvenna
var sett á laggirnar til að leysa úr læðingi
þann auð sem býr í sköpun kvenna og vinnu.
Það var almennt álit þeirra sem komu að
verkefninu að konur á Íslandi væru vannýtt
auðlind í hagkerfi landsins, þar sem aðeins
18% íslenskra fyrirtækja væru í eigu kvenna
meðan hlutfallið í löndunum sem við berum
okkur saman við var á bilinu 25-38%.
Þriðjung hagvaxtar má rekja til nýrra fyr-
irtækja svo það þótti ljóst, að besta leiðin til
að fjölga fyrirtækjum á Íslandi væri að hvetja
konur til dáða.
Markmið AUÐAR-átaksins var því að
auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og
stuðla þannig að auknum hagvexti á Íslandi.
Það má fullyrða að markmiðinu hafi verið
náð, konur sem komu að verkefnum AUÐAR
hafa stofnað 51 fyrirtæki og í þessum fyrir-
tækjum hafa skapast 217 störf.
AUÐAR-átakinu var að vísu beint til
kvenna, en það var íslenskt hagkerfi í heild-
ina sem naut afrakstursins. Sköpunarmáttur
og hugmyndaflæði kvenna fékk byr undir
báða vængi og það skilaði sér í frjóum við-
skiptahugmyndum, betri þátttöku kvenna í
mótun fyrirtækja og almennu öryggi þeirra í
atvinnuþátttöku.
Nokkrir sterkir styrktaraðilar komu að
verkefninu; Nýsköpunarsjóður, Íslands-
banki, Deloitte & Touche og Morgunblaðið.
Framkvæmdin var í höndum Háskólans í
Reykjavík og formaður verkefnisstjórnar var
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri var
HVERJU SKILAÐI
AUÐUR?
Átaksverkefnið AUÐUR í krafti kvenna skilaði 217 nýjum störfum, fjöldi nýrra viðskiptahugmynda
leit dagsins ljós og þúsundir kvenna á öllum aldri öðluðust meira öryggi í atvinnuþátttöku.
A U Ð U R Í K R A F T I K V E N N A
TEXTI: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR
MYND: GEIR ÓLAFSSON