Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 80

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Á annað þúsund kvenna tók þátt í námskeiðum sem haldin voru í tengslum við verkefnið Auður í krafti kvenna sem stóð í þrjú ár. Auk kvennanna sem tóku beinan þátt í verkefninu komu þúsundir ungra stúlkna í heimsókn í vinnuna með mæðrum sínum og fjöldi kvenna kom að afhendingum AUÐAR- verðlaunanna sem veitt voru konum sem sýndu sérstakt frumkvæði í nýsköpun eða atvinnusköpun. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur eiga örugglega mörg fyrirtæki til viðbótar eftir að líta dagsins ljós undir stjórn kvenna sem tóku þátt í starfinu. Átaksverkefnið AUÐUR í krafti kvenna var sett á laggirnar til að leysa úr læðingi þann auð sem býr í sköpun kvenna og vinnu. Það var almennt álit þeirra sem komu að verkefninu að konur á Íslandi væru vannýtt auðlind í hagkerfi landsins, þar sem aðeins 18% íslenskra fyrirtækja væru í eigu kvenna meðan hlutfallið í löndunum sem við berum okkur saman við var á bilinu 25-38%. Þriðjung hagvaxtar má rekja til nýrra fyr- irtækja svo það þótti ljóst, að besta leiðin til að fjölga fyrirtækjum á Íslandi væri að hvetja konur til dáða. Markmið AUÐAR-átaksins var því að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og stuðla þannig að auknum hagvexti á Íslandi. Það má fullyrða að markmiðinu hafi verið náð, konur sem komu að verkefnum AUÐAR hafa stofnað 51 fyrirtæki og í þessum fyrir- tækjum hafa skapast 217 störf. AUÐAR-átakinu var að vísu beint til kvenna, en það var íslenskt hagkerfi í heild- ina sem naut afrakstursins. Sköpunarmáttur og hugmyndaflæði kvenna fékk byr undir báða vængi og það skilaði sér í frjóum við- skiptahugmyndum, betri þátttöku kvenna í mótun fyrirtækja og almennu öryggi þeirra í atvinnuþátttöku. Nokkrir sterkir styrktaraðilar komu að verkefninu; Nýsköpunarsjóður, Íslands- banki, Deloitte & Touche og Morgunblaðið. Framkvæmdin var í höndum Háskólans í Reykjavík og formaður verkefnisstjórnar var Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri var HVERJU SKILAÐI AUÐUR? Átaksverkefnið AUÐUR í krafti kvenna skilaði 217 nýjum störfum, fjöldi nýrra viðskiptahugmynda leit dagsins ljós og þúsundir kvenna á öllum aldri öðluðust meira öryggi í atvinnuþátttöku. A U Ð U R Í K R A F T I K V E N N A TEXTI: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.