Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
vilja sinna börnunum (sem mennirnir
mega iðulega ekki vera að) eða af því
þeim er beint þangað inn? Engin einhlít
skýring - en verðugt umhugsunarefni...
Mismununarmálaferlin úr fjármála-
geiranum vekja mesta athygli því þar
eru upphæðirnar hæstar og lýsingarnar
safaríkastar. Nýlega fréttist að ástralski
lögfræðingurinn Elizabeth Weston væri
aftur komin á stúfana. Weston er þrí-
tug og hætti hjá Merill Lynch í fyrra með milljón pund í
vasanum eftir jólapartíið, sem fór doldið úr böndunum.
Háttsettur lögfræðingur, Nathaniel Norgren, starfsbróðir
Westons hafði ýmis sóðaleg orð um útlit Westons, einkum
brjóstmálið, velti yfir hana borði svo hún fékk rauðvínið
yfir sig, sagði manninn hennar heppinn að eiga svona
konu en gekk líka á hana með spurningar eins og ‘Hvað
oft í viku?’
Hún stefndi bankanum, sem borgaði sumsé frekar en að
fara í réttinn - en það er reyndar athyglisvert að maðurinn
ku enn halda stöðunni. Já, eiginlega makalaust að fyrirtæki
sé sátt við að hafa mann í vinnu sem getur kostað það
milljón (pund!) um leið og hann fær sér í glas með starfs-
systur sinni.
Nýja stefna Westons varðar meðmælabréf sem hún fékk
eftir starfslokin. Hún segir bréfið hefnigjarnt og niðurlægj-
andi fyrir sig en bankinn heldur því fram að hún sé tæki-
færissinni - bréfið sé réttlátt. Það sem kom fram í þessum
réttarhöldum og öðrum ámóta er hvað háspennan í fjár-
málageiranum er hlaðin karlhormónum, sem leita útrásar í
ósmekklegri framkomu við kvenfólk.
Auðvitað er þetta heldur hvimleitt og skapar oft óþol-
andi andrúmsloft fyrir kvenfólk. Verra er að þessi andi
skilar sér einnig í launaumslaginu: nýleg athugun sýnir
að konur í fjármálageiranum fá allt að 42 prósent lægri
laun en karlarnir - sem er rúmlega tvöfalt launabil miðað
við þjóðfélagið í heild. Níu starfskonur Merill Lynch hafa
höfðað mál af þessu sökum og ML hefur líklega greitt
fjórar milljónir punda í skaðabætur auk 800 þúsund punda
í málskostnað.
Af því launagreiðslur eru oftast trúnaðarmál er ekki
auðvelt fyrir konur að grafast fyrir um hvort þeim sé mis-
munað í launum. Fyrir tveimur árum voru sett ný lög hér
sem eiga að auðvelda fólki að afla upplýsinga um hvort
launamismunun eigi sér stað, hvort sem stafar af kynferði,
kynþætti eða öðru. Þá ályktaði háttsettur lögfræðingur ML
að áhættan á þessu sviði væri að verða of mikil til að hægt
væri að líta framhjá henni, auk þess sem álitshnekkirinn
væri verulegur þegar svona kæmi
upp. Annar starfsmaður sagði að
lögin væri tímasprengja. Þessi skoð-
anaskipti hafa síðan komið fram í
málaferlum kvenna gegn ML. - Og
já, þetta er bara eitt fyrirtæki... af
mörgum.
Mér sýnist stundum að viðskipta-
heimurinn sé klofinn í herðar niður:
annars vegar eru fyrirtæki þar sem
stöðugt er talað um mannauð og gildi þess að rækta hann,
hins vegar fyrirtæki sem svífast einskis í að borga sem
minnst og krefjast sem mests. Mannauðstalið má að hluta
rekja til áhrifamikillar bókar, Emotional Intelligence eftir
Daniel Goleman, sem kom út 1995. Þar bendir hann á að
gáfur hafi verið ofmetnar - það sem skipti máli séu hæfi-
leikar til mannlegra samskipta, svo sem sjálfsskilningur,
sjálfsagi, úthald og tilfinning fyrir öðrum.
Þessar hugmyndir hafa víða verið aðhæfðar stjórnunar-
kenningum - og í því sambandi er gjarnan bent á að í
fyrirtækjum sem „hugsa“ á þennan hátt eigi konur bæði
máttinn og dýrðina þar sem þær séu tilfinningalega „hæf-
ari“ en karlar. Danskur prófessor í hagfræði, Nina Smith,
kunngerði nýlega áhugaverða rannsókn sem sýndi að fyrir-
tækjum þar sem konur eru í stjórnarteyminu vegnar betur
en ‘karlkyns’ fyrirtækjum - það er því ekki eins og fyrirtæki
þurfi að tapa á að leyfa helmingi mannkynsins eðlilegan
framgang.
En hvað er til ráða meðan við bíðum eftir þessum dýrðar-
dögum þegar manngæði og tillitssemi verða efst á blaði og
allir metnir að verðleikum? Mikilvægi góðrar barnagæslu
verður seint ofmetið - en jákvæð mismunun hefur einnig
gert kraftaverk í landi jafnréttisins, Svíþjóð. Grunnhug-
myndin er að þegar tveir jafnhæfir umsækjendur eru um
starf þá skuli ráða þann sem kemur úr hópi sem fæstir eru
úr á vinnustaðnum: sumsé er karl ráðinn sem fóstra og
kona bankastjóri á þessum forsendum.
Já, nú heyri ég þjóta í mörgum... Ég hef oft heyrt konur
taka vanþóknunardýfur yfir jákvæðri mismunun, sérstak-
lega ungar konur - og kannski af því ég var sjálf einu sinni í
þeim hópi þá fannst mér þetta líka alltaf frekar fráleitt. En
af því maður vitkast með aldrinum þá hef ég snarskipt um
skoðun: elskurnar mínar, meðan karlmenn þurfa almennt
ekki áfallahjálp fyrir að vera ráðnir eingöngu út á hormóna-
starfsemina sé ég enga ástæðu til að kvenfólk þurfi að vera
eitthvað feimið við jákvæða mismun... til að sleppa við að
tapa hvað eftir annað fyrir neikvæðri mismunun!
J A F N R É T T I Í B R E T L A N D I
Það sem kom fram í
þessum réttarhöldum er
hvað háspennan í fjár-
málageiranum er hlaðin
karlhormónum, sem leita
útrásar í ósmekklegri
framkomu við kvenfólk.