Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 90
KYNNING
Þensla á vinnumarkaði er aftur í umfjöllun eins og fyrir upp-sveifluna um aldamótin. Bankarnir ríða á vaðið með launa-hækkanir og þegar er farið að gæta þenslu innan tölvu- og
upplýsingatæknigeirans, sem minnir óneitanlega á síðasta þenslu-
tímabil. Haustið 2001 hófust aðhaldsaðgerðir
og uppsagnir hjá íslenskum fyrirtækjum, fá
störf voru í boði svo margir brugðust við með
að auka menntun sína og háskólabekkir fyllt-
ust. Þessir aðilar hafa verið að skila sér aftur út
á vinnumarkaðinn, og þó störfum hafi fjölgað á
ný eru þau ekki næg til að metta aukið framboð
háskólamenntaðra,“ segir Guðný Harðardóttir,
framkvæmdastjóri STRÁ MRI.
Námsleiðir hafa styst og háskólum lands-
ins fjölgað. „Störfin hafa þó verið að breyt-
ast og verið aðlöguð auknu framboði. Nú eru
meira menntaðir einstaklingar ráðnir í störf,
sem minna menntaðir sinntu áður. Veruleg
eftirspurn er t.d. nú eftir lögfræðigum, sem og
viðskiptafræðingum af endurskoðunarsviði og
löggiltum endurskoðendum“.
Nýskráningar breytast. Árið 2000 voru nýskráningar kvenna
hjá STRÁ um 53%, en karlar um 47%. Hlutfall kvenna hefur farið
lækkandi og árið 2004 voru nýskráðar konur um 41%, en karlar
59%. Ef til vill eru konur síður að hreyfa sig milli starfa auk þess
sem þær hverfa frá vegna barneigna. Háskólamenntaðir hafa
verið í meirihluta í nýskráningum hjá STRÁ. Árið 2004 voru
háskólamenntaðir rúmlega 57% af nýskráðum, þar af umtalsvert
fleiri karlar.
„Við önnumst ráðningar fyrir mörg leiðandi
fyrirtæki landsins, í hin ýmsu sérfræði-, milli-
stjórnunar- og stjórnunarstörf. Í gegnum árin
hefur mér þótt konur tregari að sækja um
ábyrgðarstörf. Umsækjendur um stjórnunar-
stöður eru yfirleitt karlkyns, fáar konur sækja
t.d. um stöður framkvæmdastjóra. Konur vilja
störf í faglegu umhverfi, með hefðbundinn
dagvinnutíma meðan karlar eru tilbúnari til
að takast á við ábyrgðarstörfin, sem útheimta
lengri vinnustundir. Konur eru duglegar að
mennta sig, en spurning um hvort þær séu nógu
duglegar að bjóða sig fram. Ég vil sjá konur
virkari í að sækja um ábyrgðarstöður og aukinn
metnað þeirra í íslenskum fyrirtækjum.
,,Mig langar að geta þess að kynning Frjálsrar
verslunar á konum í stjórnun og íslensku atvinnulífi er til mikillar
fyrirmyndar, blaðið er faglegt og efnið fær góða umfjöllun,“ segir
Guðný að lokum.
STRÁ MRI
Vil sjá metnað kvenna
meiri á vinnumarkaði
Guðný Harðar-
dóttir er fram-
kvæmdastjóri
STRÁ MRI.
STRÁ MRI er ein af leiðandi
ráðningarþjónustum lands-
ins, en fyrirtækið býr yfir
20 ára reynslu á sínu sviði.
„Áunnin reynsla gerir okkur
kleift að veita faglega, mark-
vissa og góða þjónustu,“
segir Guðný. „Við státum af
traustum viðskiptavinum,
áhugaverðum verkefnum og
hæfu starfsfólki.“
90 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5