Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 102

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING Húsgagnaverslunin Exó í Fákafeni 9 í Reykja-vík leggur áherslu á nútímahönnun og á þeim þrettán árum sem liðin eru frá opnun hefur verslunin dafnað og vegur hennar aukist. „Okkur þótti vanta húsgagnaverslun með góða nútímahönnun. Fannst líka tímabært að fara að gera eitthvað sjálf og þá kom frumkvöðullinn upp í okkur hjónum,“ segir Hanna Birna Jóhannesdóttir sem rekur verslunina ásamt eiginmanni sínum, Inga Þór Jakobssyni. Önnur Exó verslun var opnuð í Osló fyrir fjórum árum. „Margir viðskiptavinir okkar voru Norðmenn og því fórum við til Oslóar, skoðuðum húsgagna- markaðinn og sáum að markaður væri fyrir verslun á þeirri línu sem við erum,“ segir Hanna Birna. Í kjöl- farið var Exó - möblestudio opnuð, sem er við eina helstu verslunargötuna í Osló og fékk góðar viðtökur strax á fyrsta degi. Ferhyrnt form og stílhreinar línur „Nútímahönnun einkennir versl- unina Exó. Stílhreinar línur með ferhyrnt form sem hafa einkennið less is more. Í dag eru stórir sófar vinsælir og flesta okkar sófa er hægt að fá í mismunandi stærðum allt upp í að vera fimm til sex metra langir. Leður er áberandi í dag hvítt og svart en í mismunandi grófleikum,“ segir Hanna Birna. Mörg vörumerki Exó eru vel þekkt. „Við höfum safnað að okkur vönduðum merkjum. Sum eru þekkt, en önnur minna. Okkar kröfur byggjast á fagmennskunni. Innan Exó er til fagleg þekking á hús- gagnahönnun, bólstrun og smíði húsgagna. Ingi Þór, maðurinn minn, hefur alla þessa þekkingu, enda innanhúshönnuður að mennt.“ Armani Casa með haustinu Gjafavörudeild er starf- rækt í Exó. Þar eru seldar vörur frá La Mediterrian sem er spænskt fyrirtæki sem eingöngu vinnur úr endurunnu gleri. „Þar sem gjafavörudeild okkar hefur fengið mjög góðar viðtökur munum við nú í haust kynna nýjar vörur frá einu af eftirsóttustu fyrir- tækjunum í smávöru í dag. Það er Armani Casa sem er eitt af dótturfyrirtækjum Giorgio Armani, sem hefur með sínu fólki hannað allt frá skóm og upp í húsgögn. Í þessari gjafavörulínu eru meðal annars sængurföt, náttsloppar, handklæði, borðbúnaður, glös, púðar og teppi.“ Vinna og áhugamál Hanna Birna Jóhannesdóttir er markaðsfræðimenntuð og segir þá menntun hafa nýst sér afar vel í verslunarrekstri. Í dag gerir hún markaðsáætlanir langt fram í tímann og sama gildir um auglýsingar. „Ég legg mikið upp úr því að auglýs- ingarnar séu markvissar og höfði til ákveðins markhóps. Vil að vörur okkar standi undir þeirri ímynd sem við kynnum. Ég legg líka áherslu á framúrskarandi þjónustu; þannig sköpum við traust og aukna við- skiptavild,“ segir Hanna Birna sem segir það góða tilfinningu að geta samræmt vinnu og áhugmál. HÚSGAGNAVERSLUNIN EXÓ Stílhrein nútímahönnun „Okkar kröfur byggjast á fag- mennskunni,“ segir Hanna Birna Jóhannesdóttir, kaupmaður í Exó. Exó dafnar og vöru- merkin vönduð. Gjafa- vörudeild í sókn. Matarstell, glös, púðar og teppi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.