Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 110

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING Þ að er afar skemmtilegt að fá að hanna og smíða skart úr gulli, silfri og demöntum,“ segir Sigríður Anna Sigurðardóttir gullsmiður sem ásamt eiginmanni sínum, gullsmiðnum Timo Salsola, hefur í 12 ár rekið verkstæði og verslunina Sigga & Timo í fallegu húsi við Strandgötu 19 í Hafnarfirði. „Gullið nýtur nú vinsælda á nýjan leik en silfrið hefur verið ríkjandi um langt skeið. Íslenskar konur eru einnig að komast að því að fátt jafnast á við demanta. Við Timo höfum síðustu misserin lagt meiri áherslu á að hanna stærri skartgripi úr gulli og með demöntum enda hefur verið eftirspurn eftir þeim. Við sérsmíðum einnig skartgripi og hönnum í samráði við viðskiptavini armbönd, hálsmen eða hringi svo eitthvað sé nefnt. Við erum sífellt með púlsinn á því sem er að gerast hverju sinni, förum á sýningar og fylgjumst með því nýjasta í gegnum fagtímarit, tískutímarit, sjónvarpsþætti og jafnvel kvikmyndir en höfum mótað okkar eigin stíl og sérstöðu. Við viljum höfða til allra aldurshópa, vera með vörur í sem flestum verðflokkum og veita góða þjónustu. Viðskipti snúast fyrst og fremst um mannleg samskipti og ég hef afskaplega gaman af þeim. Ég sé að mestu leyti um verslunina og Timo um framleiðsluna en bæði komum við að hönnuninni.“ Sigríður Anna stefndi frá 12 ára aldri á nám í gullsmíði en fagið lærði hún bæði hér á Íslandi og í Finnlandi þar sem Timo kom til sög- unnar. „Ég ætlaði meira að segja að opna verslun í því húsnæði sem við erum í dag,“ segir hún og hlær. Hvort tveggja hefur gengið eftir og raunar ekkert ótrúlegt við það því gullsmiðurinn er viljasterk kona, einbeitt og ákveðin. „Ég fæ í starfinu góða útrás fyrir þá skapandi krafta sem ég bý yfir en hef jafnframt eftirsóknarvert sjálfstæði. Starf gullsmiðsins er einnig mjög gefandi. Við erum að taka þátt í mörgum af mikilvægustu stundunum í lífi fólks. Það er auðvitað lykilatriði að standa undir því trausti sem okkur er sýnt, við hönnun og smíði skart- gripanna, en ekki síður að halda trúnaði um viðskiptin sjálf.“ SIGGA & TIMO GULLSMÍÐI Smíða úr skíragulli og demöntum Gullsmiðurinn Sigríður Anna í Sigga & Timo segir skartgripi úr gulli og demöntum ávallt vera sígilda. Það er auðvitað lykil- atriði að standa undir því trausti, sem okkur er sýnt, við hönnun og smíði skartgrip- anna, en ekki síður að halda trúnaði um við- skiptin sjálf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.