Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 128

Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING Þ að er alltaf eitthvað að gerast í kortaheim-inum, stöðugar tækninýjungar og breytingar á ferðinni, engin kyrrstaða,“ segir Anna Inga Grímsdóttir, fjármálastjóri VISA. „Við erum byrjuð á örgjörvavæðingu kreditkortanna og reiknum með að henni ljúki fyrir áramót.“ Kortafyrirtæki hafa þurft að glíma við aukin kortasvik erlendis þar sem svikarar komast yfir kort manna, kópera segulröndina og falsa ný kort auk þess sem þeir koma fyrir búnaði við hraðbanka til að ná pin-númerum fólks. „Svikararnir hafa lengi haft við tækninni en við bindum miklar vonir við öryggið sem fylgir örgjörvunum. Byrjað var á að skipta út öllum platínu- og gullkortum og tekur við hver týpan af annarri og verkinu lýkur í árslok. Þetta hefur í för með sér að korthafar verða að muna pin-númerið sitt því að framvegis verða þeir að slá það inn til að staðfesta viðskiptin í stað þess að notast við undirskriftir. Örgjörvavæðingin er ekkert smá- verkefni því að 155 þúsund VISA kreditkort eru á Íslandi.“ Erlend færsluhirðing Að sögn Önnu Ingu eru mörg verkefni í gangi hjá VISA og menn verða að vera á tánum til að fylgjast með framþróuninni. „Nýjar búgreinar eru stöðugt að bætast við. Ein af þeim nýrri er svokölluð erlend færsluhirðing. Innlend færsluhirðing er sá hluti starfseminnar sem hefur verið stunduð frá upphafi og snýr að söluaðilunum sem VISA hefur gert samninga við um að taka við kortum hér og þjóna, en VISA er einnig farið að hirða færslur fyrir erlenda aðila. Þetta eru fyrst og fremst netviðskipti þannig að færslurnar koma hingað og VISA Ísland sér um uppgjör á þeim og fær þóknun af viðskiptunum. Öll landamæri eru horfin í þessum við- skiptum og nýir möguleikar hafa opnast. Þessi búgrein er skemmti- leg viðbót við starfsemina sem fyrir er. Fyrirtækjalausnir Segja má að kortamarkaðurinn hér sé nánast mettaður og allflestir, sem aldur hafa til, komnir með kort. Þó er enn eftir að innleiða kort í ríkara mæli í viðskiptum á milli fyrirtækja. Visa býður nú fyrirtækjum Innkaupakort VISA sem er aðlagað að þörfum hvers viðskiptavinar. Það er ætlað til innkaupa á aðföngum og lager- vörum. Allar færslur birtast á Innkaupavef VISA sem hefur verið aðlagaður að öllum helstu bókhaldskerfum. Með innleiðingu kort- anna geta birgjar einfaldað innheimtuferli sitt og treyst á skilvirkar greiðslur 2. dag hvers mánaðar. Anna Inga hefur starfað hjá VISA síðan 1990 og segist eiginlega vera alin upp í fjármálaheiminum. Afi hennar var sparisjóðsstjóri og síðar faðir og sjálf fór hún mjög ung að vinna í Búnaðarbankanum og hefur allan sinn starfsaldur hrærst í bankaheimi einnig eftir að hún kom til VISA en fyrirtækið er í eigu bankanna eins og kunnugt er. „VISA er skemmtilegt fyrirtæki að starfa hjá. Það er orðið 22 ára og hér vinna um 100 manns. Flestir með mjög langan starfsaldur og menn hætta ógjarnan nema þeir fari í nám eða flytji af landi brott,“ segir Anna Inga Grímsdóttir að lokum. VISA ÍSLAND Örgjörvavæðingunni lýkur fyrir áramót Anna Inga Gríms- dóttir hefur starfað hjá VISA í 15 ár. „Örgjörvavæðingin er ekkert smáverkefni því að 155 þúsund VISA kreditkort eru á Íslandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.