Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 130
Mikið starf beið Hildar Árnadóttur, fjármálastjóra Bakka-varar, þegar hún hóf störf hjá fyrirtækinu í nóvember. Framundan var yfirtaka Bakkavör Group á
breska fyrirtækinu Geest en þar með varð Bakkavör
leiðandi í framleiðslu tilbúinna ferskra matvæla í Bret-
landi. Hildur var í fimm manna fjármálateymi sem und-
irbjó yfirtökuna.
„Þetta hefur verið mikið starf, sérstaklega vegna
þess að það kom á miklum álagstíma þegar ljúka þurfti
ársuppgjöri og sinna því sem tengist undirbúningi aðalfundar. Þar
við bættist að við fluttum fjármálaskrifstofu félagsins frá Kaupmanna-
höfn til Íslands og réðum fólk til starfa. Bakkavör er nú til húsa að
Tjarnargötu 35. Á Íslandi starfa aðeins sex manns hjá móðurfélaginu,
Bakkavör Group, sem er skráð í Kauphöllinni, en starfsmannafjöld-
inn í heild er yfir 13 þúsund eftir yfirtökuna. Fjármálateymi Bakka-
varar sá um að gera líkön sem bankar og endurskoðendur sættu
sig við og gera áætlanir um fjárþörf vegna yfirtökunnar og starfsemi
nýrrar samstæðu.“
Var þýðingarmikill tengiliður Miklar áreiðanleikakannanir voru
gerðar bæði á Geest og Bakkavör. Áreiðanleikakannanirnar náðu til
fjármálalegra, lagalegra, tryggingalegra og markaðslegra þátta sem
og til lífeyrisskuldbindinga Geest og voru þær unnar af breskum
félögum, enda var ekkert að skoða á Íslandi, að sögn Hildar. „Sem
fjármálastjóri var ég tengiliður við þessa aðila en við reyndum að
virkja sem flesta með okkur á viðkomandi stöðum.
Það var sérstaklega skemmtilegt að taka þátt í þessu starfi. Ég
kem úr umhverfi þar sem ég hef komið að verkefnunum eftirá sem
endurskoðandi en ég vann áður hjá KPMG sem einn af eigendunum.
Það er mjög gaman að söðla um og vera þar sem hlutirnir eru að
gerast.“
Hildur segir að menn sjái ekki fyrir sér risaverkefni í Bretlandi
en markaðsstaða Bakkavör Group sé ótrúlega góð. Vissulega gætu
komið upp minniháttar verkefni í Bretlandi en vaxtarbroddurinn sé
á meginlandi Evrópu og í Asíu. Um 90% starfsemi Geest er í Bretlandi
en afgangurinn á meginlandi Evrópu og í Suður-Afríku. Í Evrópu
er Geest með rekstrareiningar í Frakklandi, Belgíu og á Spáni og
hugur er í mönnum að láta framleiðsluna vaxa. Þarna eru
markaðir ekki eins þróaðir og í Bretlandi nema ef vera skyldi
hjá Belgum sem eru framarlega í framleiðslu tilbúinna rétta.
„Við höfum verið mjög hugfangin af verkefninu og því hversu
stórt fyrirtækið er á íslenskan mælikvarða, með flesta starfsmenn
og mesta veltu, þótt það geti breyst því íslensk fyrir-
tæki eru jú í stöðugri útrás.“ Sem fjármálastjóri yrði
Hildur Árnadóttir áfram á fararbroddi við hlið Ágústs
Guðmundssonar, sem er starfandi stjórnarformaður,
og Lýðs Guðmundssonar forstjóra sem saman mynda
ákveðinn stýrihóp innan Bakkavör Group.
BAKKAVÖR GROUP
Gaman að vera þar
sem hlutirnir gerast
Vaxtarbroddurinn
er á meginlandi
Evrópu og í Asíu.
Hildur Árnadóttir,
fjármálastjóri
Bakkavarar.
130 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
KYNNING