Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 131
V ið hjá heildsölunni Bergís störfum í anda einkunnarorða okkar, njótum - lifum - brosum,“ segir eigandinn og fram-kvæmdastjórinn Guðrún Magnúsdóttir og er
að sjálfsögðu brosandi enda fagnar hún líka í ár 20
ára afmæli fyrirtækisins. „Fyrirtækið hvílir á þremur
stoðum, innflutningi á herrafatnaði frá Melka, úti-
vistarfatnaði frá Tenson og á gjafavörum, skreytingum
og nytjahlutum fyrir heimilið. Þar er flóran margvísleg
og aðeins hægt að nefna brot af henni eins og kerti,
servíettur, stjaka, skálar, borðbúnað, borðskreytingar,
luktir og hengirúm. Það eru þessir litlu hlutir sem skreyta heimili
okkar og nánasta umhverfi sem eiga stóran þátt í því að skapa
persónuleg sérkenni þess. Í gjafa- og nytjavörunni er þekktust hin
danska broste-copenhagen vörulína þar sem lögð er áhersla á fallega
en tímalausa, norræna hönnun. Hún er einföld en samt óhefðbundin
og litavalið ferskt og raunar ekki að undra að aðdáendahópurinn fari
sífellt stækkandi hér á landi sem annars staðar.
Bergís stofnaði fyrir þremur árum broste-copenhagen klúbbinn og
setti upp heimasíðu fyrir hann á vefslóð fyrirtækisins, www.bergis.
is , en þar geta unnendur línunnar fylgst með nýjum vörum og aflað
sér frekari fróðleiks. „Nú eru á annað þúsund manns í klúbbnum
en klúbbfélagar fá 10% staðgreiðsluafslátt af vörum í línunni í þeim
blómabúðum sem við erum í samstarfi við. Tilgangur
Bergíss með stofnun klúbbsins var og er að vekja
athygli á þessum vörum okkar sem blóma- og gjafa-
vöruverslanir hafa í smásölu, styðja við og styrkja
þeirra kynningarstarf en raunar lítum við á þetta sem
lið í okkar þjónustu,“ segir Guðrún. ,,Viðskiptaum-
hverfi heildsala hefur breyst gríðarlega á síðustu árum
og við þurfum ekki síður en aðrir að vera vakandi fyrir
nýjum tækifærum og möguleikum. Heildsölur eru enn mikilvægur
milliliður en á sumum sviðum er hlutverk þeirra að breytast og starfs-
sviðið jafnvel að víkka. Við hjá Bergís erum t.d. í samstarfi við íslensk
framleiðslufyrirtæki við að finna og hanna vörur eða skreytingar sem
síðan eru notaðar til þess að fullvinna vörur á neytendamarkað. Við
erum einnig að dreifa afskaplega fallegum gjafaöskjum, sem nefnast
Rökkur og rómantík, en það er alíslensk framleiðsla og eru tilvaldar
til gjafa við margvísleg tilefni eða einfaldlega fyrir þá sem vilja slaka
á. Í öskjunum er m.a. kerti frá broste-copenhagen, konfekt frá Mónu,
kaffi frá Kaffitári og fallegt ljóðakver.“
BERGÍS
Bjartsýn og brosandi á afmælisári
Guðrún Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Bergís.
Einkunnarorð
Bergíss eru:
Njótum - lifum -
brosum.
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 131
KYNNING