Frjáls verslun - 01.05.2005, Qupperneq 142
142 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Í tólf ár hafa Íslendingar notið þess að kaupa fjölbreyti-legar vörur til heimilisins frá SIA. Ingibjörg Kristín Dalberg stofnaði heildverslunina Zeus, sem selur
SIA, árið 1993, en hún hafði kynnst SIA-vörunum þegar
hún bjó í Svíþjóð. Sænski textílhönnuðurinn og lista-
konan Sonja Ingrid Andersen er upphafsmaður SIA sem
hún stofnaði fyrir rúmum 40 árum. Nú eru SIA-vörurnar
seldar í 35 löndum og sums staðar í stórborgum erlendis,
t.d. í París, má finna SIA-verslanir.
„Sonja hóf starfsemina á blómatímanum og þá með
því að framleiða pappírsblóm sem urðu mjög vinsæl,“
segir Ingibjörg. „Hún hannaði líka og framleiddi fatnað
fyrir konur og börn sem og dúka, svuntur og fleira fyrir
heimilið. Sonja hitti svo sannarlega naglann á höfuðið og fyrirtækið
óx og dafnaði. Árið 1980 komu Frakkar og Bretar inn í reksturinn
sem gengur frábærlega vel. Nú eru SIA-vörurnar fáanlegar í 35
löndum og gaman að hugsa til þess að upphaf þessarar velgengni er
ein hugmyndarík og skapandi kona.“ Sjálf byrjaði Ingibjörg smátt og
vann að mestu ein fyrstu tvö, þrjú árin. „Velgengnin kemur þó ekki
með einni manneskju. Ég er með gott starfsfólk og nú erum við þrjár
sem vinnum í heildversluninni.“
SIA-heildsalarnir velja Stór hópur hönnuða vinnur við að hanna vor-
og sumarlínu og haust- og vetrarlínu. Þær eru mjög umfangsmiklar
og ná yfir allt fyrir heimilið, frá servíettum upp í húsögn og enn skipa
blómin stóran sess þótt í dag séu þau úr silki en ekki pappír. SIA-
heildsalarnir og verslunareigendur í löndunum 35 velja
vörurnar á sýningum sem haldnar eru tvisvar á ári og
það sem verður fyrir valinu úr hugmyndabanka hönnuð-
anna fer í framleiðslu og þá aðallega í Asíu. „Þetta er
skemmtileg og heildstæð hönnun þar sem mikið er lagt
upp úr að litir og mynstur falli vel saman.“
Ingibjörg segir að Sonja eigi nú aðeins lítinn hluta
í SIA en fylgist þó vel með öllu, m.a. blómaframleiðsl-
unni. „Það hefur alltaf verið metnaður fyrirtækisins
að blómin séu sem eðlilegust og fallegust, enda voru
þau upphafið að velgengninni. Sjálf var ég svo skrýtin
að ég hafði ekki mikinn áhuga á silkiblómum. Ég
flutti fyrst inn jólavörur sem voru alveg sérstaklega
fallegar og salan gekk mjög vel þótt ég seldi aðeins í þrjár búðir
fyrstu jólin. Nú eru SIA-vörurnar seldar í 30 sérverslunum vítt og
breitt um landið.“ Ingibjörg varð þó að láta í minni pokann fyrir
silkiblómunum og sér ekki eftir því. „Þau hafa gengið feikilega vel
og verslanir jafnt sem fyrirtæki kaupa þau til skreytinga og benda
má á að margir hafa þau úti í pottum og kerum og eru með blóm-
strandi blóm allt sumarið.
SIA er með aðsetur að Austurströnd 4 á Seltjarnarnesi. „Ég hef frá
upphafi lagt mikla áherslu á að hafa fallegan sýningarsal og um leið
og vörur koma til landsins er útstillingum breytt svo alltaf er eitthvað
nýtt og skemmtilegt að sjá, og sér skreytingahönnuður alfarið um
salinn hjá okkur. SIA hefur alltaf verið leiðandi í hönnun með heimil-
isvörur, bæði hvað varðar liti, form og tísku hverju sinni.“
SÍA ÍSLAND
SIA-vörurnar fást í 30 sérverslunum
SIA-blómin vinsæl
jafnt í fyrirtækjum
sem á heimilum.
KYNNING
Ingibjörg Kristín Dalberg er stofnandi og eigandi SIA Ísland.