Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 142

Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 142
142 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Í tólf ár hafa Íslendingar notið þess að kaupa fjölbreyti-legar vörur til heimilisins frá SIA. Ingibjörg Kristín Dalberg stofnaði heildverslunina Zeus, sem selur SIA, árið 1993, en hún hafði kynnst SIA-vörunum þegar hún bjó í Svíþjóð. Sænski textílhönnuðurinn og lista- konan Sonja Ingrid Andersen er upphafsmaður SIA sem hún stofnaði fyrir rúmum 40 árum. Nú eru SIA-vörurnar seldar í 35 löndum og sums staðar í stórborgum erlendis, t.d. í París, má finna SIA-verslanir. „Sonja hóf starfsemina á blómatímanum og þá með því að framleiða pappírsblóm sem urðu mjög vinsæl,“ segir Ingibjörg. „Hún hannaði líka og framleiddi fatnað fyrir konur og börn sem og dúka, svuntur og fleira fyrir heimilið. Sonja hitti svo sannarlega naglann á höfuðið og fyrirtækið óx og dafnaði. Árið 1980 komu Frakkar og Bretar inn í reksturinn sem gengur frábærlega vel. Nú eru SIA-vörurnar fáanlegar í 35 löndum og gaman að hugsa til þess að upphaf þessarar velgengni er ein hugmyndarík og skapandi kona.“ Sjálf byrjaði Ingibjörg smátt og vann að mestu ein fyrstu tvö, þrjú árin. „Velgengnin kemur þó ekki með einni manneskju. Ég er með gott starfsfólk og nú erum við þrjár sem vinnum í heildversluninni.“ SIA-heildsalarnir velja Stór hópur hönnuða vinnur við að hanna vor- og sumarlínu og haust- og vetrarlínu. Þær eru mjög umfangsmiklar og ná yfir allt fyrir heimilið, frá servíettum upp í húsögn og enn skipa blómin stóran sess þótt í dag séu þau úr silki en ekki pappír. SIA- heildsalarnir og verslunareigendur í löndunum 35 velja vörurnar á sýningum sem haldnar eru tvisvar á ári og það sem verður fyrir valinu úr hugmyndabanka hönnuð- anna fer í framleiðslu og þá aðallega í Asíu. „Þetta er skemmtileg og heildstæð hönnun þar sem mikið er lagt upp úr að litir og mynstur falli vel saman.“ Ingibjörg segir að Sonja eigi nú aðeins lítinn hluta í SIA en fylgist þó vel með öllu, m.a. blómaframleiðsl- unni. „Það hefur alltaf verið metnaður fyrirtækisins að blómin séu sem eðlilegust og fallegust, enda voru þau upphafið að velgengninni. Sjálf var ég svo skrýtin að ég hafði ekki mikinn áhuga á silkiblómum. Ég flutti fyrst inn jólavörur sem voru alveg sérstaklega fallegar og salan gekk mjög vel þótt ég seldi aðeins í þrjár búðir fyrstu jólin. Nú eru SIA-vörurnar seldar í 30 sérverslunum vítt og breitt um landið.“ Ingibjörg varð þó að láta í minni pokann fyrir silkiblómunum og sér ekki eftir því. „Þau hafa gengið feikilega vel og verslanir jafnt sem fyrirtæki kaupa þau til skreytinga og benda má á að margir hafa þau úti í pottum og kerum og eru með blóm- strandi blóm allt sumarið. SIA er með aðsetur að Austurströnd 4 á Seltjarnarnesi. „Ég hef frá upphafi lagt mikla áherslu á að hafa fallegan sýningarsal og um leið og vörur koma til landsins er útstillingum breytt svo alltaf er eitthvað nýtt og skemmtilegt að sjá, og sér skreytingahönnuður alfarið um salinn hjá okkur. SIA hefur alltaf verið leiðandi í hönnun með heimil- isvörur, bæði hvað varðar liti, form og tísku hverju sinni.“ SÍA ÍSLAND SIA-vörurnar fást í 30 sérverslunum SIA-blómin vinsæl jafnt í fyrirtækjum sem á heimilum. KYNNING Ingibjörg Kristín Dalberg er stofnandi og eigandi SIA Ísland.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.