Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 149
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 149
„Við hjónin stefnum á að skoða
landið í sumar og fara í Skaftafell
þegar gott er veður,“ segir Páll
Sigurjónsson, stjórnarformaður
Ístaks. Hann stefnir að því
að ganga enn einu sinni inn í
Bæjarstaðaskóg og skoða ævin-
týralegt umhverfið þar í kring.
„Við förum kannski hringinn fyrst
við verðum komin svona langt
austur.“
Páll segir að Skaftafell sé
uppáhaldsstaðurinn sinn á
Íslandi. „Umhverfið er svo fallegt
og aðstaðan góð.“
Hjónin gista oft í bændagist-
ingu en þegar þar er uppfullt er
tjaldið tekið úr skottinu.
Páll býst ekki við að fara
til útlanda í sumar en hann og
eiginkona hans eru búin að fara
tvisvar sinnum til útlanda í vor.
„Við fórum til Kanaríeyja í mars
og í golfferð til Alicante á Spáni
í apríl. Mér finnst gott að fara til
útlanda einu sinni til tvisvar á ári
til að lengja sumarið. Það er best
að vera á Íslandi frá maí og fram
í september.“
Æskumyndin
Æskumyndin er af Kristjáni Pétri Guðnasyni,
framkvæmdastjóra Skyggnu-Myndverks, og var
hann um 12 ára þegar myndin var tekin.
Kristján skorar á Ásgeir Sverrisson, fram-
kvæmdastjóra hjá Tæknivörum, að láta birta af
sér næstu æskumynd. Kristján segist þekkja
Ásgeir sem atkvæðamikinn og hressan náunga
á vinnustað. Þeir mætast iðulega á hlaupum
upp og niður stigann að Skútuvogi 12d, en þar
er sameiginlegur inngangur fyrirtækjanna.
Kristján Pétur
Guðnason,
framkvæmda-
stjóri Skyggnu-
Myndverks.
Valgerður H. Skúladóttir: „Þegar
ég er erlendis finnst mér ómiss-
andi að fara í bókabúðir.
Sumarfríið:
Í TJALDI Í SKAFTAFELLI
Valgerður H. Skúladóttir, fram-
kvæmdastjóri Sensa, segist vera
bókasjúklingur.
„Þegar ég er erlendis finnst
mér ómissandi að fara í bóka-
búðir. Mér finnst gaman að sitja í
verslununum og fletta öllu mögu-
legu.“
Hún les skáldsögur og ljóð
og er hrifin af handbókum um
allt mögulegt og þá ekki síst um
það sem hún hefur áhuga á s.s.
golf, olíumálun, tungumál o.s.frv.
„Ég hef gaman af því sem ég get
lært af.“
Núna er hún að lesa bókina
Eats, leaves and shoots. „Þetta
er skemmtileg bók um greina-
merkjasetningu í ensku og ég
hvet alla til að lesa hana. Hún
er metsölubók í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Grínið á bak
við titilinn vísar í hvernig mis-
skilningur verður ef greinamerki
eru ekki á réttum stað. Panda
kemur inn á matsölustað og fær
sér að borða, fer út og skýtur á
staðinn með byssu; Eats, leaves
and shoots, skv. skýringu í
alfræðiorðabók. Ef engin komma
væri á eftir „Eats“ væri titillinn
á íslensku: „Borðar lauf og
sprota.“
Páll Sigurjónsson: „Það er best að vera á Íslandi frá maí og fram í
september.“
Söfnunarárátta:
PANDA Á VEITINGASTAÐ