Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6
ekki á neinni sérstakri krísustjórnun að halda. Þeir hafa obbann
af sínum málum á þurru og úrvalsvísitalan má lækka um 20% í
frjálsu falla án þess að menn þurfi að fara á taugum. Hún væri
eftir sem áður mjög há í sögulegu samhengi og hærri en í októ-
ber sl. þegar flestir náðu ekki andanum af hrifningu yfir því hve
há hún væri.
ÉG HELD AÐ góður PR-maður segði við bankana núna að
þeir ættu að vera óþrjótandi duglegir við að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri við fjölmiðla hér heima og erlendis og til
helstu viðskiptavina sinna. Ennfremur að þeir ættu að hlusta með
jákvæðni á þá gagnrýni sem dunið hefur á þeim og laga það sem
augljóslega er hægt að laga fljótt og vel - og fer svona hræðilega
fyrir brjóstið á erlendu greiningarfyrirtækjunum. Það verður þá
bara minna að gagnrýna næst.
ENNFREMUR HELD ÉG að góður PR-maður segði við
stjórnendur bankanna að það hefði ekkert að segja að láta fjöl-
miðla pirra sig og agnúast út í þá, væna þá um léleg vinnubrögð
og segja þá hlutdræga í fréttaflutningi og illa upplýsta. Jafnvel þó
þetta sé allt rétt og satt. Fjölmiðlar fara alltaf létt með að svara
svona gagnrýni og grípa þá gjarnan til gömlu tuggunnar um að
ekki þýði að skjóta sendiboðann og að ekki megi skerða tjáning-
arfrelsið. Sumir fjölmiðlar hafa meira að segja svo mikið sjálfs-
traust „að þeir hafa tamið sér að hafa alltaf rétt fyrir sér“.
LOKS HELD ÉG að góður PR-maður segði við stjórnendur
bankanna að staldra ekki of lengi við fortíðina og hvað þeir eigi
að gera vegna umræðunnar að undanförnu – því þeir geti gleymt
því að hægt sé að stjórna efnistökum fjölmiðla. Þeir ættu heldur
að undirbúa sig fyrir næstu gusu og hafa svörin og athugasemd-
irnar þá á hraðbergi. Það er enginn PR-karl svo klár að hann
tryggi eftir á - þegar skaðinn er skeður. Neyðaráætlunin verður
að vera tilbúin þegar snjóflóðið brestur á.
ÞÁ MÁ EKKI gleyma því að Dönum finnst þeir niðurlægðir
um þessar mundir og danskir fjölmiðlar munu aldrei hætta að spá
því að Ísland sé á barmi gjaldþrots, að allt sé að hrynja eins og
spilaborg og að Íslendingarnir verði að selja fyrirtækin frá sér.
ÞAÐ SEM STJÓRNENDUR íslensku bankanna þurfa fyrst
og fremst að átta sig á núna er að stóru útlendu bankarnir eru
farnir að líta á íslensku bankana sem alvöru keppinauta - og eru
tilbúnir til að sparka í þá. Uppgangur bankanna hefur verið með
þeim hætti að það gætir öfundar í þeirra garð og hugsanlega hafa
þeir stigið á tærnar á einhverjum í samkeppninni.
Eitt geta bankarnir hins vegar verið vissir um; það kemur ný
skýrsla og ný gusa.
Jón G. Hauksson
RITSTJÓRNARGREIN
ÞAÐ HEFÐI EINHVERN tíma þótt saga til næsta bæjar
að Morgunblaðið væri vænt um æsifréttamennsku. Engu
að síður er það svo að mörgum í viðskiptalífinu finnst
blaðið hafa haft þá ásjónu í frásögn sinni af dökkum
erlendum skýrslum um íslensku bankana að undanförnu.
Blaðið hefur verið leiðandi í fréttaflutningi íslenskra fjöl-
miðla af þessum skýrslum og hefur sætt gagnrýni fyrir að
birta hverja skýrsluna af annarri
hráa þegar augljós gassagangur
og rangtúlkanir eru í þeim. Þessi
gagnrýni hefur verið réttmæt að
mínu mati. Framsetning fréttanna
hefur verið með þeim hætti að koll-
steypa væri framundan.
EN HANN ER greinilega vand-
rataður meðalvegurinn þegar
sagðar eru fréttir. Núna hefur þeirri
umræðu skotið upp kollinum að
íslenskir fjölmiðlar verði að gæta
sín á því sem þeir segja. Hér er ég
að vísa til ræðu sem Skarphéðinn
Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group, flutti á aðal-
fundi félagsins, en þar sagði hann að „ástæða væri til að
hvetja þá sem hefja upp raust sína hér heima, hvort heldur
sem um er að ræða stjórnvöld, einstaka stjórnmálamenn,
fréttamenn eða álitsgjafa, að hafa það hugfast að tiltölu-
lega saklaust neistaflug á hinu íslenska alþingi götunnar
getur orðið að afdrifaríku báli á stærri markaðssvæðum
og valdið viðkomandi fyrirtækjum og um leið samfélaginu
öllu miklu tjóni.“
ÉG ER NOKKUÐ viss um að þessi orð Skarphéðins
Bergs Steinarsson, sem er einn þekktasti maður viðskipta-
lífins og stjórnarformaður í nokkrum stórfyrirtækjum á
vegum Baugs, eigi eftir að falla í grýttan jarðveg. Sem fyrr-
verandi stjórnarformaður Dagsbrúnar, útgáfufélags 365
miðla, ætti hann að vita að fátt er mikilvægara fyrir lýð-
ræði hvers lands og framfarir en málefnaleg, hlutlaus og
hispurslaus umræða um það sem er efst á baugi. Það er
einmitt þannig sem á að segja fréttir - líka viðskiptafréttir
um banka.
ÞRÁTT FYRIR AÐ skýrslur erlendu mats- og greining-
arfyrirtækja hafi dunið yfir bankana eins og hressilegar
haustlægðir og fjölmiðlar sagt frá þeim eins og allt væri
að fara til fjandans, þá held ég að íslensku bankarnir þurfi
Þá má ekki
gleyma því að
Dönum finnst þeir
niðurlægðir og
danskir fjölmiðl-
ar munu aldrei
hætta að spá því
að Ísland sé á
barmi gjaldþrots.
FRAMSETNING FRÉTTA:
Æsifréttamennska um bankana?