Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 9

Frjáls verslun - 01.02.2006, Síða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 9 upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhita- vökva um 80°C heitum, sem ekki er nýttur í orkuverinu, er hleypt út á hraunbreiðuna, þar er hann blandaður þéttivatni háhitagufunnar og myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísli og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Friðrik getur þess að Hitaveita Suðurnesja sé byrjuð á 30 megavatta viðbót við Svartsengi, er ætlunin að ljúka verkinu í lok næsta árs og er búið að selja helming orkunnar til Norð- uráls. „Staða okkar á markaðinum styrkist þegar stækkun Svartsengis kemur inn í reksturinn. Allt sem við sækjum nú er kostnaðarauki fyrir okkur en ætlunin er að breyta því með þeirri aukningu á orku sem við getum boðið þegar viðbótin við Svartsengi kemur.“ Reykjanesvirkjun Reykjanesvirkjun tekur til starfa 1. maí næstkomandi og hefur raforkusölu til Norðuráls á Grundartanga. „Þetta er langstærsta verkefnið sem við höfum ráðist í og er stærra en allt Svartsengi sem byggt var í fimm áföngum,“ segir Júlíus. „Um er að ræða 100 MW stöð á Reykjanesinu sem við ætlum að gangsetja 1. maí næstkomandi. Mun Norðurál kaupa 80 MW á ársgrundvelli næstu 20 árin og 20 MW til 5 ára.“ Orkuverið á Reykjanesi kemur til með nýta jarðgufu úr jarðgeymi þar sem hitastig er frá 290 til 320°C og má búast við að hver hola skili 9-13 MW af rafafli. Ekki hefur áður verið reynt að nýta svo heita gufu til slíks verkefnis og má því segja að hið nýja orkuver verði hið fyrsta sinnar tegundar í heim- inum. Notast verður við háan inntaksþrýsting við framleiðsl- una til að losna við útfellingar en hætt er við að vatnsdropar í öftustu þrepum hverflanna valdi auknu sliti. Þekking og reynsla Hjá Hitaveitu Suðurnesja er að finna mikla þekkingu og reynslu í að nýta auðlindirnar, þekkingu sem hefur orðið til við að virkja Svartsengið og er hlúð að þeirri þekkingu. „Þessi þekking og reynsla hefur komið að góðum notum við Reykja- nesvirkjun,“ segir Júlíus. „Staðreyndin er að Reykjanesið er erfitt svæði, erfiðara en Svartsengi og mun erfiðara en Nesja- vellir, sem eru með mjög lítið magn sjávarseltu.“ Hvað varðar framtíðina þá er Júlíus bjartsýnn fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja. „Við munum skapa okkur tækifæri í framtíðinni. Við erum að fara að bora aðra holu í Trölladyngju en við boruðum eina holu þar 2001 og þar má segja að sé framtíðarverkefni fyrir okkur. Eins erum við með rannsóknir í Krýsuvík, þannig að nóg er um svæði þegar þörf er fyrir meiri orku. Og í ljósi nýrra laga leggjum við okkur fram um að vera samkeppnishæfir í verði og bjóða áfram góða þjónustu.“ Brekkustíg 26 (aðalskrifstofur) 232 Reykjanesbær Sími: 422 5200 • Fax: 421 4727 Netfang: hs@hs.is • Netsíða: www.hs.is Líkan af sólinni mun prýða sýninguna og hefur hér verið sett inn á teikningu af stöðvarhúsinu. Orkuverið Jörð Í tilefni opnunar Reykjanesvirkjunar 1. maí verður efnt til sýningar um orkuna sem hefur hlotið nafnið Orkuverið Jörð. Þessi sýning hefur lengi verið í undirbúningi og margt mun þar koma hinum almenna notanda orkunnar á óvart. Sýningin hefst fyrir utan orkuverið, þar sem hún er kynnt og gestir leiddir að henni. Við bílastæðin verður sett upp líkan af sólinni sem verður þrír metrar í þvermál og upphitað. Út frá sólinni verður sólkerfið sett upp í réttum hlutföllum og gangstígar gerðir til plánetna kerfisins. Þannig verður jörðin álíka stór og borðtenniskúla og fjarlægasta stjarnan, Plútó, verður að líkindum nærri Bláa lóninu svo dæmi séu tekin. Upplýsingar verða við sólarlíkanið og pláneturnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.